Andstæðingar ESB á Íslandi ýtreka það að þeir séu heimskir

Andstæðingar ESB á Íslandi hafa ýtrekað það að þeir séu heimskir og að það eigi alls ekki að taka mark á þeim. Núna er LÍÚ blaðið Morgunblaðið farið að endurtaka uppspunafrétt The Telegraph um að ESB sé að fara banna börnum að blása í blöðrur.

Þessi nýja goðsögn er ekki komin á goðsagnavefsíðu ESB. Þar sem tekið er á svona rugli sem fullir blaðamenn á börum í Brussel finna upp og skrifa um í bresku slúðurpressuna.

Hérna er líka afskaplega gott myndband um þessa vitleysu.

Þessi uppspunafrétt í Morgunblaðinu á því ekki við nein rök að styðjast. Þó hafa aðrir íslenskir fjölmiðlar verið að endurtaka þessa vitleysu eins og að þetta væri einhversskonar sannleikur.

Andstæðingar ESB á Íslandi nota lén Bæjarins Bestu án leyfis

Þegar farið er inná vefsíðuna http://islafold.bbp.is þá er manni beint á vefsíðu andstæðinga ESB á Íslandi (þeir eru að rembast við að stofna ungliðahreyfingu). Reyndar hefur mér borist það til eyrna að vefsíðan sem þarna kemur upp hafi upphaflega verið hýst á léni Bæjarins Bestu án þeirra samþykkis, síðan var því breytt í beina tilvísun yfir á aðra vefsíðu.

Það er þó mest áhugavert í þessu máli, eftir því sem ég kemst næst er sú staðreynd að andstæðingar ESB skuli í raun haga sér svona, eins og þarna er raunin. Þar sem svona hegðun er í raun ekkert heiðarleg, og er ekki ávísun á heiðarleika í framtíðinni.

[Uppfært klukkan 09:46 þann 27. Janúar 2010. Texti lagaður.]