Gjörspillt ríkisstjórn tekur við völdum á Íslandi

Það verður ekki annað sagt en að Vinstri Grænir sjá ekki stíga þá sem aðrir hafa gengið. Það er alveg ljóst á útreið Bjarti Framtíð í síðustu alþingiskosningum að Vinstri Grænir munu ekki lifa af næstu kosningar. Vinstri Grænir geta þakkað fyrir að fá 2 prósenta fylgi í næstu alþingiskosningum.

Það er síðan efnisleg staðreynd að allar ríkisstjórnir með sjálfstæðisflokknum og framsóknarflokknum eru gjörspilltar og sú staða er sjálfgefin. Innan þessara flokka hefur ekki farið neitt uppgjör fram sem neinu nemur. Spillingin er svo mikil í sjálfstæðisflokknum að flokkurinn er í raun ekki stjórntækur og ætti ekki að koma nálægt ríkisstjórn og alþingi næstu 200 árin. Framsóknarflokkurinn er einnig gjörspilltur og svo íhaldssamur að klukkan gengur afturábak hjá þeim. Vinstri Grænir eru samsekur stjórnmálaflokkur með því að hleypa spillingunni að völdum á Íslandi.

Síðan er það annað að Dómsmálaráðherra Íslands er útlendingahatari og hefur einnig brotið heilögustu reglu stjórnsýslunar og hefur haft afskipti af dómsvaldinu beint og kvatt til þess að dómarar stundu ólöglega ritskoðun með því að dæma blaðamenn til refsingar og koma þannig í veg fyrir óþægilega umfjöllun um spillingarmál og vanhæfni. Þetta er nefnt hérna á fjölmiðlinum Stundinni. Það er nóg af taka af vanhæfni og gjörspillingu dómsmálaráðherra (hérna, hérna, hérna og hérna). Stórfelld lögbrot (bæði gagnvart Dyflinnarsamstarfið og íslenskum lögum) dómsmálaráðherra í garð flóttamann er efni í margar greinar hjá mér en staðan er slíkt að öll lögbrotin ættu að enda í fangelsisvist fyrir dómsmálaráðherra og alla yfirstjórn Útlendingastofnunar og jafnvel einstaka embættismenn að auki.

Þessi ofur-íhaldsstjórn sem er núna tekin við völdum ætlar að halda íslendingum fyrir utan Evrópusambandið og það er ljóst að sú afstaða mun kosta almenning og fyrirtæki á Íslandi milljarða. Ofan á þetta mun kostnaður vegna Brexit verða í milljörðum íslenskra króna og gæti komið af stað alvarlegri efnahagskreppu á Íslandi vegna þess að utanríkisráðherra Íslands er fáviti.

Virkjunarheimskan heldur áfram á Íslandi

Í Morgunblaðinu (mbl.is) var í gær (07-Nóvember-2017) lítil frétt sem fór ekki hátt en þar er skrifað um hugsanlega virkjun við skaftáreldahraun og jökulárnar sem þar er að finna. Samkvæmt fréttinni og 10 ára úreltu umhverfismati þá urðu áhrifin af slíkri virkjun mjög neikvæð og ekki afturkræf. Þar fyrir utan þá er einnig ljóst að hægt er að ná í auka raforku með öðrum hætti í dag en var gert fyrir 10 árum síðan. Það er gjörsamlega fáránlegt að fara virkja jökulár þegar hægt er að reisa vindmyllur sem eru ekki aðeins ódýrari heldur framleiða mun meira rafmagn heldur en svona virkjun og einfalt að bæta við ef þörf er á því. Landsvirkjun er með tvær vindmyllur (heimasíða þeirra er hérna) og þessar tvær vindmyllur eru færar um að framleiða 1,8kW samanlagt. Þetta eru frekar litlar vindmyllur og eru bara 900kW hver. Það er hægt í dag að reisa stærri vindmyllur sem ná alveg þeirri raforkuframleiðslu og fengist með því að virkja þessar jökulár nærri hrauni Skaftárelda. Líklega yrði þó hagstæðara að hafa fleiri minni vindmyllur til þess að ná þeirri raforkuframleiðslu sem óskað er. Landrask verður alltaf mun minna við það að reisa vindmyllur og skemmdir af völdum slíkra framkvæmda er hægt að halda í lágmarki.

Það er heimska og mikil græðgi að ætla sér að fara að reisa vatnsaflvirkjun í dag þegar betri kostir bjóðast nú þegar íslendingum. Vindmyllur auk sólarafls er eitthvað sem íslendingar eiga að horfa til framtíðar með þegar það kemur að raforkuframleiðslu á Íslandi. Það er ekki hægt að halda áfram eyðileggingu íslenskrar náttúru með því að reisa endalausar vatnsaflvirkjanir eins og hefur verið gert á undanförnum áratugum. Það er eitt sem ekki er skortur á Íslandi og það er rok og í dag láta íslendingar þá orku fara til spillis vegna skammsýni og heimsku.

Fréttir af þessari fyrirhuguðu virkjun

Vill virkja í einu yngsta ár­gljúfri heims (mbl.is)

Nýjustu fréttir af þróun vindafls

Cost of wind keeps dropping, and there’s little coal, nuclear can do to stop it (Ars Technica)

Wind turbine (Wikipedia)

Er Heimssýn stutt af Rússlandi eins og svipaðir öfgaflokkar í Evrópu

Innan öfgasamtakana Heimssýnar sem hafa undanfarna tvo áratugi barist gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, vegna þess að innan Heimssýnar eru aðalega rasistar og síðan þjóðernisinnað öfgafólk sem vill halda Íslendingum eins einangrun frá Evrópu og heiminum og hægt er (slíkt stefna er ekkert voðalega góð PR fræði og er því haldið leyndri).

Það er orðin þekkt staðreynd að Pútin og hans félagar hafa á undanförnum árum stutt samtök og stjórnmálaflokka í Evrópu sem berjast gegn Evrópusambandinu og það er einnig orðið ljóst að Rússland hafði áhrif á það hvernig atkvæðagreiðslan varðandi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fór. Það er því ljóst að spurningin um það hversu mikinn stuðning stjórnmálaflokkar og andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi njóta frá Rússlandi. Það er ennþá ekkert svar við þeirri spurningu en ég er nokkuð viss um að það kemur einn daginn.

Hérna eru fréttir þessu tengdar.

Europe’s Far-Right Enjoys Backing from Russia’s Putin (NBC News, 2017)
Putin’s far-right ambition: Think-tank reveals how Russian President is wooing – and funding – populist parties across Europe to gain influence in the EU (Independent, 2014)
Russia courting Europe’s far-right, anti-EU political parties (CTV News, 2014)
Why Europe Is Right to Fear Putin’s Useful Idiots (Foreign Policy, 2016)