Umræða um spillingu er ekki einelti

Það er rangt hjá Ásmundi Friðrikssyni að þetta sé einelti sem um er að ræða þegar umræða er um spillinguna sem hann er að stunda núna. Hérna er á ferðinni eðlileg umræða um þá spillingu sem Ásmundur hefur gerst sekur um og hefur komist upp með í talsverðan tíma. Það eina rétta í stöðunni er að Ásmundur segi af sér embætti sem þingmaður hið snarasta og síðan verði þessi spilling rannsökuð ofan í kjölinn af óháðum aðila (ekki Alþingi) og dómsmál höfðað ef þarf (sem þarf mjög líklega).

Það er alveg ljóst að Ásmundur Friðriksson keyrði ekki 47.444 km á ári. Það er meira en allt ummál jarðarinnar við miðbaug. Það er einfaldlega ekki nægur tími í sólarhringum eða mánuðinum til þess að fara í alla þessa keyrslu eins og Ásmundur Friðriksson heldur fram. Þetta er einföld stærðfræði og í tilfelli Ásmundar Friðrikssonar þá gengur hún einfaldlega ekki upp.

Fréttir af þessu máli

Ásmundur sá sem keyrði fyrir 385 þúsund krónur á mánuði (Kjarninn.is)
Tel­ur frétta­flutn­ing jaðra við einelti (mbl.is)