Lygaþvælan í Heimssýn varðandi Orkurstofnun Evrópusambandsins (ACER)

Heimssýn og Nej til EU í Noregi eiga það sameiginlegt að báðir hópar eru samfélag fólks sem eru raðlygarar, einangrunarsinnar og fólk með fasískar tilhneigingar og vilja gjarnan koma þessum fasískum tilhneigingum í verk frekar en bara að tala um þær. Það er langur listi sem þetta fólk er á móti en það er ekki til umfjöllunar í þessari grein. Það verður að bíða síðari tíma. Ég er að skrifa gegn þessari hérna grein sem var birt á vefsíðu Heimssýnar þann 23. Apríl síðastliðinn.

Ísland er nú þegar hluti af raforkumarkaði Evrópusambandsins. Það sést best á öllum þeim orkufyrirtækjum sem eru núna starfandi á Íslandi, þar sem íslendingar tóku upp fyrsta pakka raforkulaga Evrópusambandsins fyrir nokkrum árum síðan í gegnum EES samninginn.

Hlutverk Orkustofnunar Evrópusambandsins (ACER) er að tryggja að raforkumarkaðurinn virki rétt, samkeppni sé virk. Auk þess þá hjálpar Orkustofnun Evrópusambandsins (ACER) aðildarríki Evrópusambandsins og EES að standa að stefnumótun á orkumarkaði í viðkomandi ríki. Heilstæð stefnumótun er eitthvað sem stórkostlega vantar á Íslandi. Ástæða þess að Ísland hefur ekki atkvæðisrétt hjá Orkurstofnun Evrópusambandsins er sú staðreynd að Ísland er ekki aðildarríki að Evrópusambandinu. Ef íslendingar vilja atkvæðarétt innan Orkustofnunar Evrópusambandsins þá verða íslendingar að ganga í Evrópusambandið og gerst fullgildir aðilar að því.

Það er síðan lygi frá upphafi til enda að Evrópusambandið ætli að krefjast þess að íslendingar fari í það að leggja rafmagnsstreng frá Íslandi til Skotland. Heimskan hjá Heimssýn virðast valda því að fólkið þar áttar sig ekki á því að Bretland er á leiðinni úr Evrópusambandinu. Það er ennfremur ekki efnahagslega hagbært að leggja sæstreng frá Íslandi til Evrópusambandsins. Slíkur strengur yrði gífurlega dýr í rekstri og viðnámið eitt og sér í strengnum mundi tryggja það að lítið yrði um raforku 2200 km sunnar við strendur Holland eða Danmerkur (sem yrði næsti hagstæði tengipunktur við Evrópusambandið). Í grein Heimssýnar er talað um 1200W rafstreng til Skotlands (skýrsla Orkustofnunar talar um 1000MW streng sem er örlítið meira en mjög lítið engu að síður). Það er svo lítil raforka á raforkumarkað Evrópusambandsins að það tekur því ekki einu sinni að tala um það. Samkvæmt CIA Factbook þá framleiddu öll aðildarríki Evrópusambandsins 3.166 trillion kWh (2015 est.) í raforku árið 2015. Öll raforkuframleiðsla íslendinga er ennfremur lítil í þessu samhengi og það borgar sig ekki fyrir íslendinga eða aðra að leggja út í kostnað að tengja Ísland við Evrópska raforkunetið, þó svo að marga dreymi um slíkt (vegna græðgi).

Það borgar sig ekki fyrir Portúgal að tengja Azores eyjar (íbúafjöldi svipaður og Ísland) við Evrópska raforkunetið (fjarlægðin er svipuð ef miðað er við Skotland). Það er því ljóst að fullyrðingar Heimssýnar um Ísland verði tengt Evrópska raforkunetinu eru ekkert nema lygaþvæla sem ekki er mark á takandi. Skýrsla Orkustofnunar frá árinu 2016 nefnir mjög skýrt að mjög erfitt sé að standa undir þessu efnahagslega, jafnvel bara milli Íslands og Færeyja þar sem hægt yrði að leggja streng á milli án mikilla vandræða. Skýrsluna er hægt að lesa hérna (pdf). Það er síðan alltaf ríkjanna sjálfra að ákveða hvernig þessum málum er stjórnað og hvaða ákvarðanir eru teknar. Þetta tilheyrir ekki undir stjórnunarsvið Evrópusambandsins og hefur aldrei gert það. Það verkefni sem Heimssýn talar um þarna og kallast Ice Link er ákvörðun sem ríkisstjórn Íslands hefur tekið á einhverjum tímapunkti og látið fara í efnahagslegt mat og rannsóknir og skýrslugerð.

Það er alveg ljóst að lítið mark er takandi á Heimssýn og samtökum sem styðja þá. Enda er það sem kemur frá þeim ekkert annað en rangfærslur og lygar.

Vefsíður Evrópusambandsins

Agency for the Cooperation of Energy Regulators (ACER)
Orkustofnun Evrópusambandsins (Agency for the Cooperation of Energy Regulators (ACER))
A fully-integrated internal energy market

Lögbrot Útlendingastofnunar og úrskurðarnefndar útlendingamála í nýlegum úrskurði gegn ríkisfangslausum manni

Útlendingastofnun og úrskurðanefnd Útlendingamála hafa framið lögbrot eins og hverjir aðrir glæpamenn á Íslandi. Lögbrotið hérna er falið í þeirri lögleysu að vísa í Dyflinarreglugerðina þegar augljóst er að umrædd reglugerð á ekki við í þessu máli.

Í umfjöllun Evrópuvefarins stendur þetta hérna um Dyflinarreglugerðina.

Dyflinnarreglugerðin, með síðari breytingum, felur í sér viðmiðanir og fyrirkomulag við að ákvarða hvaða Schengen-ríki beri ábyrgð á meðferð hælisumsóknar sem einstaklingur leggur fram í einu aðildarríkja Schengen-svæðisins. Þannig er stjórnvöldum heimilað að senda viðkomandi hælisleitanda aftur til þess Schengen-ríkis sem hann kom fyrst til. Í nýjustu Dyflinnarreglugerðinni er þó kveðið á um að ekki megi senda hælisleitanda aftur til ríkis þar sem hætta er á að hann sæti ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð og bann hefur verið lagt við flutningum hælisleitenda til Grikklands næstkomandi tvö ár. Hægt er að áfrýja öllum ákvörðunum um flutning og á meðan beðið er eftir niðurstöðu í slíkum áfrýjunarmálum hefur hælisleitandi rétt á að vera áfram í því ríki sem hann er staddur þá stundina.

Íslenska ríkinu er ekki heimilt að vísa Mahad Mahamud aftur til Noregs á þessum grundvelli. Þar sem Ísland er fyrsta ríkið sem Mahad Mahamud sótti um hæli eftir að Noregur braut mannréttindi á honum með því að svipta hann ríkisborgararéttindum á grundvelli nafnlausra tilkynningar sem er ekkert annað en lygaþvæla samkvæmt fréttum af þessu máli. Íslensk stjórnvöld eru því gróflega að bróta mannréttindi á Mahad Mahamud með því að vísa honum aftur til Noregs, þar sem hann verður sendur aftur til Sómalíu sem er þessa stundina óstöðugt ríki þar sem ofbeldi ríkir [heimild 1, heimild 2].

Þessi frávísun er einnig bönnuð samkvæmt íslenskum lögum. Þar stendur skýrt að bannað sé að senda fólk til baka til annars ríkis ef því er síðan vísað áfram til ríkis þar sem það er í hættu eins og er tilfellið hérna. Eins og stendur í Lög um útlendinga. Það nær til eftirtaldra lagagreina.

IV. kafli. Flóttamenn og vernd gegn ofsóknum.
39. gr. Ríkisfangslausir einstaklingar.

Þetta varðar þó að mestu þessa hérna lagagrein í lögum um útlendinga.

42. gr. Grundvallarreglan um bann við því að vísa fólki brott eða endursenda þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu.
Ekki er heimilt samkvæmt lögum þessum að senda útlending eða ríkisfangslausan einstakling til svæðis þar sem hann hefur ástæðu til að óttast ofsóknir, sbr. 37. og 38. gr., eða vegna svipaðra aðstæðna og greinir í flóttamannahugtakinu er í yfirvofandi hættu á að láta lífið eða verða fyrir ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Sama gildir um þá einstaklinga sem eru útilokaðir frá réttarstöðu flóttafólks skv. 40. gr.
1. mgr. á einnig við um sendingu útlendings til svæðis þar sem ekki er tryggt að hann verði ekki sendur áfram til slíks svæðis sem greinir í 1. mgr.
Vernd skv. 1. og 2. mgr. á við um hvers konar ákvarðanir samkvæmt lögum þessum.
Séu aðstæður eins og í 1. mgr. greinir en viðkomandi er undanskilinn alþjóðlegri vernd skv. 40. eða 41. gr. er heimilt að veita útlendingi bráðabirgðadvalarleyfi skv. 77. gr. með sérstökum skilyrðum sem koma fram í því ákvæði.

Ákvörðun í máli Mahad Mahamud á því skilyrðislaust að afturkalla.

Frétt Fréttablaðsins

Íslendingar senda Mahad aftur til Noregs (frettabladid.is)

Mygluð íbúð í boði fyrir öryrkja og fátæka í Garðabæ

Þetta hérna er það sem fólki sem þarf að búa í félagslegum íbúðum í Garðabæ er boðið uppá. Þessi íbúð er ekkert annað en ónýt. Hversu ónýt veit ég ekki en þetta er ekki íbúðarhæft.


Skjáskot af Facebook pósti.

Mér bárust einnig þær upplýsingar (nafnlaust) kjölfarið á þessari deilingu (á facebook) að sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ vilji helst ekki hafa fólk sem þarf að búa í félagslegum íbúðum (öryrkja, fátækt fólk) innan síns sveitarfélags. Þannig að þeir hafa tekið upp á því að borga fátæku fólki og öryrkjum eingreiðslu eða nokkura greiðslna til þess að flytja úr Garðabæ yfir í nærliggjandi sveitarfélög (hvernig þetta dreifst veit ég ekki) svo að viðkomandi geti leigt sér þar íbúð (eingreiðslan nærð þá til trygginga á leiguíbúð annarstaðar). Hvar þetta er að finna í ársreikningi Garðabæjar veit ég ekki. Þetta virðist einnig vera afskaplega mikið leyndarmál þar sem ekkert er um þetta að finna á vefsíðu Garðabæjar.

Nágrannasveitarfélög Garðabæjar ættu að senda fyrirspurnir um þessar eingreiðslur sem fá fólk til að flytja frá Garðabæ. Enda er Garðabær að svíkjast undan lagalegum skyldum sínum með þessari hegðun gagnvart þeim sem búa í Garðabæ. Alveg óháð því hvort að viðkomandi er fátækur, öryrki eða bara venjulegur íbúi. Það er ljóst að félagslegt öryggi er ekkert í Garðabæ.

Frétt Rúv um svipaðan svepp á öðrum stað

Sveppurinn er stór viðvörunarbjalla

Grein uppfærð klukkan 21:23. Fréttatengli bætt við.