Lögbrot Útlendingastofnunar og úrskurðarnefndar útlendingamála í nýlegum úrskurði gegn ríkisfangslausum manni

Útlendingastofnun og úrskurðanefnd Útlendingamála hafa framið lögbrot eins og hverjir aðrir glæpamenn á Íslandi. Lögbrotið hérna er falið í þeirri lögleysu að vísa í Dyflinarreglugerðina þegar augljóst er að umrædd reglugerð á ekki við í þessu máli.

Í umfjöllun Evrópuvefarins stendur þetta hérna um Dyflinarreglugerðina.

Dyflinnarreglugerðin, með síðari breytingum, felur í sér viðmiðanir og fyrirkomulag við að ákvarða hvaða Schengen-ríki beri ábyrgð á meðferð hælisumsóknar sem einstaklingur leggur fram í einu aðildarríkja Schengen-svæðisins. Þannig er stjórnvöldum heimilað að senda viðkomandi hælisleitanda aftur til þess Schengen-ríkis sem hann kom fyrst til. Í nýjustu Dyflinnarreglugerðinni er þó kveðið á um að ekki megi senda hælisleitanda aftur til ríkis þar sem hætta er á að hann sæti ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð og bann hefur verið lagt við flutningum hælisleitenda til Grikklands næstkomandi tvö ár. Hægt er að áfrýja öllum ákvörðunum um flutning og á meðan beðið er eftir niðurstöðu í slíkum áfrýjunarmálum hefur hælisleitandi rétt á að vera áfram í því ríki sem hann er staddur þá stundina.

Íslenska ríkinu er ekki heimilt að vísa Mahad Mahamud aftur til Noregs á þessum grundvelli. Þar sem Ísland er fyrsta ríkið sem Mahad Mahamud sótti um hæli eftir að Noregur braut mannréttindi á honum með því að svipta hann ríkisborgararéttindum á grundvelli nafnlausra tilkynningar sem er ekkert annað en lygaþvæla samkvæmt fréttum af þessu máli. Íslensk stjórnvöld eru því gróflega að bróta mannréttindi á Mahad Mahamud með því að vísa honum aftur til Noregs, þar sem hann verður sendur aftur til Sómalíu sem er þessa stundina óstöðugt ríki þar sem ofbeldi ríkir [heimild 1, heimild 2].

Þessi frávísun er einnig bönnuð samkvæmt íslenskum lögum. Þar stendur skýrt að bannað sé að senda fólk til baka til annars ríkis ef því er síðan vísað áfram til ríkis þar sem það er í hættu eins og er tilfellið hérna. Eins og stendur í Lög um útlendinga. Það nær til eftirtaldra lagagreina.

IV. kafli. Flóttamenn og vernd gegn ofsóknum.
39. gr. Ríkisfangslausir einstaklingar.

Þetta varðar þó að mestu þessa hérna lagagrein í lögum um útlendinga.

42. gr. Grundvallarreglan um bann við því að vísa fólki brott eða endursenda þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu.
Ekki er heimilt samkvæmt lögum þessum að senda útlending eða ríkisfangslausan einstakling til svæðis þar sem hann hefur ástæðu til að óttast ofsóknir, sbr. 37. og 38. gr., eða vegna svipaðra aðstæðna og greinir í flóttamannahugtakinu er í yfirvofandi hættu á að láta lífið eða verða fyrir ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Sama gildir um þá einstaklinga sem eru útilokaðir frá réttarstöðu flóttafólks skv. 40. gr.
1. mgr. á einnig við um sendingu útlendings til svæðis þar sem ekki er tryggt að hann verði ekki sendur áfram til slíks svæðis sem greinir í 1. mgr.
Vernd skv. 1. og 2. mgr. á við um hvers konar ákvarðanir samkvæmt lögum þessum.
Séu aðstæður eins og í 1. mgr. greinir en viðkomandi er undanskilinn alþjóðlegri vernd skv. 40. eða 41. gr. er heimilt að veita útlendingi bráðabirgðadvalarleyfi skv. 77. gr. með sérstökum skilyrðum sem koma fram í því ákvæði.

Ákvörðun í máli Mahad Mahamud á því skilyrðislaust að afturkalla.

Frétt Fréttablaðsins

Íslendingar senda Mahad aftur til Noregs (frettabladid.is)