Stöðugur áróður Bændablaðsins gegn Evrópusambandinu

Hin gjörspilltu og ríkisstyrktu Bændasamtök Íslands reka í dag stöðugan og linnulausan áróður gegn Evrópusambandinu í gegnum Bændablaðið og vefsíðu Bændablaðsins sem kallast bbl.is. Allur þeirra áróður er eins og annar hver áróður, blanda af lygum og sannleika.

Núna nýjast er grein frá þeim sem kallast „Hið heilaga ESB„. Þar sem einhver fáfróður, illa menntaður og illra innrættur maður sem er titlaður ritstjóri Bændablaðsins kemur með lengstu þvælu um Evrópusambandið sem fæst fyrir allan þann pening sem dælt er í hítina sem Bændasamtökin og Bændablaðið er. Enda er bæði gjörspillt, handónýtt og rotið inn að kjarna og hefur valdið íslenskum bændum gífurlegu efnahagslegu tjóni með því að standa gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu og almennri framþróun á Íslandi síðustu áratugina. Það eru ekki nein merki þess láta eigi af þeirri hegðun og því tjóni sem þetta veldur íslenskum bændum. Tap íslenskra bænda telur í milljöðrum á ári hverju og lítið mun breytast þar á næstunni.

Í umræddri grein er fullyrt að íslendingar muni láta af stjórn orkumála með því að samþykkja þriðja orkupakkann. Það er fyrir löngu búið að afsanna þessa fullyrðingu. Þetta er ekkert nema lygi sem sögð er í Bændablaðinu. Í fullyrðingum um tollasamning Íslands og Evrópusambandsins er þess ekki sagt frá því íslendingar geta núna flutt út meira til Evrópusambandsins en áður. Til að toppa rökleysuna, þá nefnir Bændablaðið Hitler og þar sem þetta er ekki umfjöllun um nasista og aðra slíka. Þá gildir Godwin’s law.

There are many corollaries to Godwin’s law, some considered more canonical (by being adopted by Godwin himself)[3] than others.[1] For example, there is a tradition in many newsgroups and other Internet discussion forums that, when a Hitler comparison is made, the thread is finished and whoever made the comparison loses whatever debate is in progress.[8] This principle is itself frequently referred to as Godwin’s law.[9]

Godwin’s law (Wikipedia)

Bændablaðið og Bændsamtök Íslands eru búin að tapa rökræðunni og þeim væri best að leggja sjálfa sig niður.

Skjáskot af umræddri grein.

Staðreyndin er að Bændasamtök Íslands eru gjörspillt peningahít sem almenningur á Íslandi borgar fyrir dýrum dómi. Þessi samtök viðhalda einokun og háu landbúnaðarverði á Íslandi á kostnað neytenda og íslenskra bænda (framleiðanda). Íslenska ríkið var dæmt í órétti fyrir dómstólum EFTA varðandi bann á ferskum kjötvörum til Íslands. Það er alveg ljóst í því máli að málflutningur Bændasamtaka Íslands er haugur af þvælu. Ástæða þess að Bændasamtök Íslands eru svona á móti Evrópusambandinu snýst um peninga. Ef Ísland gengur í Evrópusambandið þá fá Bændasamtök Íslands ekki ótakmarkaðan aðgang að ríkissjóði Íslands eins og er núna í dag. Innan Evrópusambandsins er sérstök greiðslustofnun sem sér um greiðslur til bænda. Á Íslandi eru það Bændasamtök Íslands og eru á sama tíma hagsmunaaðili fyrir íslenska bændur. Þetta eru glórulausir hagsmunaárekstrar enda sitja Bændasamtök Íslands beggja vegna borðsins í þessu og það er ekki eðlilegt. Þegar Ísland var í aðildarferli að Evrópusambandinu þá mótmæltu Bændasamtök Íslands því að taka ætti fjárveitingarvaldið af þeim (greiðslur til bænda) og færa til sérstakarar greiðslustofnunar sem yrði stofnuð áður en Ísland mundi ganga inn í Evrópusambandið.

Bændasamtök Íslands og Bændablaðið eru einnig búinn að tapa rökræðunni með nýjustu ritstjórnargreininni.