Lygar og annað kjaftæði frá andstæðingum Orkupakka 3 (og ESB)

Upphaflega skrifað þann 11.5.2019 á blog.is.

Það verður langvarandi verkefni hjá sagnfræðingum framtíðarinnar að komast að því afhverju íslendingar trúðu á þær lygar sem andstæðingar Evrópusambandsins settu fram í Orkupakki 3 málinu og öðrum um Evrópusambandsins. Þetta verður auðvitað löngu eftir að andstæðingar þessa máls verða fallnir frá og öllum gleymdir.

Það er staðreynd að Ísland framleiðir afskaplega lítið af raforku miðað við það sem er framleitt innan Evrópusambandsins. Mér reiknast til að munurinn sé ekki nema milljónfalldur í minnsta lagi (Ísland framleiðir 10*9 [18,17 milljarðar kWh] en innan Evrópusambandsins er framleiðslan 10*12 [3.043 billjón kWh]. Tölur frá 2016/2015). Það gerir að Ísland framleiðir ekki nema 0,60% af orkuþörf innan Evrópusambandsins. Tækniþróun er einnig að gera sæstreng frá Íslandi að dýrasta og óhagstæðasta möguleika sem verður í boði þegar það kemur að raforkuflutningum.

Það verður ódýrara að byggja vindorkuver og sólarorkuverk innan landamæra Evrópusambandsins heldur en að leggja dýran og viðhaldsfrekan rafstreng frá Íslandi.

Helstu lygar andstæðinga orkupakka 3 er að þar sé krafa um að leggja rafstreng frá Íslandi til Evrópusambandsins. Þetta er auðvitað haugalygi sett fram af vafasömum einstaklingum með ennþá vafsamari pólitíska fortið (sumir af þessum einstaklingum voru bara vanhæfir upp í topp sem stjórnmálamenn og hafa ekkert bætt sig síðan þeir duttu útaf Alþingi í síðustu kosningum).

Það sem er hættulegt við þessa umræðu gegn orkupakka 3 eru þeir einstaklingar sem standa að henni, enda er ljóst að hérna eru vond öfl á ferðinni sem standa að þessari umræðu og eru að hræða marga íslendinga með hreinum lygum um orkupakka 3.

Bláskógarbyggð kaupir ódýran áróður og kjaftæði um orkupakka 3

Upphaflega skrifað þann 28.4.2019 á blog.is.

Sveitarstjórnarfólk Bláskógarbyggðar sem er augljóslega mjög illa að sér í Evrópumálum fer fram í skammarlegri umsögn um Orkupakka 3. Ég mæli með því að það fari æa námskeið um Evrópusambandið hjá Háskóla Íslands eða athugi hvort að sendiráð Evrópusambandsins á Íslandi hafi lesefni um Evrópusambandið sem hægt væri að fá og nota á sveitarstjórnarstiginu.

Raforka á Íslandi er nú þegar seld til álvera á mjög lágu verði og ljóst er sú orkusala er mun óhagstæðari heldur en raforkusala yfir sæstreng myndi nokkurntímann verða. Hinsvegar er lagning sæstrengs frá Íslandi til annara ríkja eitthvað sem Alþingi tekur ákvörðun um og það er ennfremur ljóst að á Íslandi er ekki nein orka til sölu á Íslandi enda fer öll framleiðslan til álvera sem er mjög mengandi iðnaður.

Það er ekkert valdaframsal í orkupakka 3 frekar en í orkupakka 1 og orkuappa 2 sem hafa verið í gildi á Íslandi í mörg ár. Allt tal um valdaframsal er hræðsluáróður saminn af óheiðarlegum andstæðum ESB og EES á Íslandi. Enda er það staðreynd að andstæðingar ESB/EES hafa ekki hikað við að ljúga um Evrópusambandið í umræðunni á Íslandi.

Andstæðingar ESB og EES á Íslandi eru að reyna koma Íslandi úr EES og valda þjóðinni þannig gífurlegum efnahagslegum skaða. Efnahagslegur skaði yrði svo mikill að efnahagskreppan árið 2008 yrði leikur einn í samanburðinum.

Yfirgangur og frekja einangrunarsinna

Upphaflega skrifað þann 9.4.2019 á blog.is.

Eingangrunarsinnar og spillinarmenn eru núna að reyna að koma Íslandi úr EES samningum svo að hægt sé að svipta íslendinga frelsinu sem fylgir aðgangi að hinum innri markaði Evrópusambandsins.

Lygar og blekkingar eru merkimiði þessa fólks og hægt að sjá hann langa leið. Anstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi er öfgafólk sem er hættulegt efnahag Íslands og almenningi.

Það á að hunsa og jafnvel banna þetta fólk frá umræðunni á Íslandi vegna þess að það veldur gífurlegu tjóni og öfgafull umræða þess elur á stórhættulegum hópum á Íslandi sem eru jafnvel farnir að hóta því að beita ofbeldi gegn útlendingum.

Burtu með þetta fólk.

Andstæðingar Evrópusambandsins eru ennþá í ruglinu

Upphaflega skrifað þann 16.3.2018 á blog.is.

Á síðustu árum er það ljóst að andstæðingar Evrópusambandsins eru ekki eingöngu í ruglinu. Heldur eru þeir einnig í miklu rugli og vitleysu. Vanþekking þessa fólks á Evrópusambandinu, stafsemi þess og sögu er gífurleg og þetta fólk hefur engan áhuga á því að taka á þessari vanþekkingu sinni og kynna sér málið.

Það er einnig ljóst að ekki er hægt að ræða við andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi. Þetta fólk hefur engan áhuga á því að hlusta á staðreyndinar og vill frekar lifa í gömlum tíma sem kemur aldrei aftur.

Einangrað Ísland er fátækt Ísland. Það er óumflýjanleg staðreynd málsins. Það er eingöngu með inngöngu í Evrópusambandið og með upptöku evrunar sem hægt er að breyta þeirri stöðu til frambúðar.

Það verður ekki alltaf nægur fiskur í sjónum til að veiða í kringum Ísland og einn daginn munu ferðamenninir hætta að koma til Íslands.