Lyginn er Sigmundur Davíð

Það er alveg ljóst að Sigmundur Davíð getur ekki sagt eitt satt orð um orkupakka þrjú. Nýjasta lygin frá honum er að finna í frétt Rúv frá því fyrr í kvöld (26-Ágúst-2019).

„Ég skil ekki hvernig menn geta leyft sér að halda þessu fram. Það er búið að vera svo mikil umræða í sumar og margt komið í ljós. Ég las til dæmis upp í ræðu minni nýlega fréttatilkynningu Evrópusambandsins um fjórða orkupakkann og málaferli Evrópusambandsins gegn Belgíu vegna þess að Belgía væri ekki að innleiða þriðja orkupakkann rétt,“ sagði Sigmundur í beinni útsendingu í tíufréttum sjónvarps. „Þeir vildu áfram hafa eitthvað að segja um hvaða ákvarðanir væru teknar í orkumálum og hvaða tengingar væru milli annarra landa með raforku.“

Frétt Rúv: Vonar að stjórnarliðar hlusti á baklandið

Þetta er rangt hjá Sigmundi Davíð og fullyrðingin sem hann setur fram er lygi. Belgía hefur ekki gefið orkustofnun Belgíu (sem er samsvarandi stofnun og Orkustofnun á Íslandi) það sjálfstæði sem krafist er í lögum ESB og þar að leiðandi samkvæmt lögum Belgíu. Evrópusambandið tekur engar ákvarðanir varðandi tengingar milli landa. Belgía í dag er mjög vel tengd öllum nágrannaríkjum sínum og hefur verið það í lengri tíma. Ef belgar frétta einhverntímann af þessari þvælu í Sigmundi Davíð þá mundu þeir skamma hann fyrir að vera svona vitlaus og mikill lygari.