Samfylkingunni ber skilda til þess að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu

Ég ætla að hafa þetta einfalt.

Samfylkingunni ber lýðræðisleg og siðferðisleg skilda til þess slíta ríkisstjórnarsamstarfinu nú þegar. Það gengur ekki að Sjálfstæðisflokkurinn skipuleggi og komist undan með gögn sem geta leitt fólk til ábyrgðar. Fólk sem ber ábyrgð á þessu hruni hérna á landi. Það er orðið augljóst að spillinging nær langt inní Sjálfstæðisflokkin, þar sem menn verja hvern annan hægri vinstri þessa dagana. Þetta er ekki bara um gengdarlausa spillingu sem þrífst í ríkisstjórninni og þingflokki Sjálfstæðisflokks. Þetta snýst líka um að koma á fót ríkisstjórn sem hefur ekki logið endalaust að fólkinu í landinu og hafa Forsætisráðherra sem nýtur trausts. Geir Haarde nýtur ekki neins trausts í dag meðal þjóðarinnar og hann er ennfremur að verja Seðlabankastjóra sem er óhæfur til þess að vera Seðlabankastjóri.

Það ber að virða óskir fólksins í landinu um kosningar og umsókn í EB (ESB). Annað er vanvirðing við lýðræðið og fólkið í landinu. Þess vegna á að boða til kosninga á morgun, Geir Haarde heldur starfinu þangað til að búið að er að kjósa (einnig aðrir ráðherrar í ríkisstjórn) og ólíkt því sem logið hefur verið að fólki. Þá verður engin stjórnarkreppa hérna á landi þó svo að boðað sé til kosninga hérna á landi. Það er betra að boða til kosninga núna og koma í veg fyrir að þeir spilltu menn sem núna sitja verji sína hagsmuni, heldur en að í kosningum 2011 sé fyrst hægt að byrja að taka til ósóman og spillinguna eftir þetta fólk. Einnig sem að þá verði raunveruleg hætta á því að sönnunargögnin verði löngu týnd og slóðin horfin.

Samfylkingin á að sýna það að þetta er raunverulegur stjórnmálaflokkur, ekki flokkur sem lætur ólýðræðislegan Sjálfstæðisflokk valta yfir sig í ákvarðantökum.

Ef að stjórnmálamenn landsins hafa ekki fattað það. Þá eru hérna skilaðboð til ykkar. Fólkið í landinu er búið að fá nóg af lygum og blekkingum. Fólkið í landinu vill sjá þá sem eru ábyrgir fyrir þessu ástandi dregna til ábyrgðar. Fólk vill sjá langtímalausnir. Þessi langatímalausn er innganga í EB (ESB) og upptaka evru þegar það verður hægt (eftir 2 til 5 ár eða svo). Tími skyndilausna er liðinn og kemur ekki aftur. Núna er kominn tími ábyrgrar stjórnsýslu og ábyrgra alþingismanna. Það sem þjóðin hefur upplifað núna hefur kostað okkur alltof mikið og mun halda að kosta okkur alltof mikið þangað til að Sjálfstæðisflokknum verður hent útúr ríkisstjórn og Alþingi. Og málin rannsökuð af fullri alvöru með hjálp EB (ESB).

Það er komið nóg!

One Reply to “Samfylkingunni ber skilda til þess að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu”

Comments are closed.