Kosningar núna strax!

Þegar þjóðin er búin að lýsa yfir vantrausti á Forsætisráðherra (Geir Haarde) þá er ekki neitt annað að gera en að boða til kosninga hérna á landi. Stór meirihluti almennings lítur nú svo á að Geir Haarde sé ekkert nema raðlygari í jakkafötum og engu að treysta sem hann segir. Það er því augljóst að ríkisstjórnin hefur sjálfkrafa misst umboð kjósenda að vera við völd.

Það er ekkert nema dónaskapur og yfirgangur að hunsa vilja kjósenda í þessum efnum. Fólkið í landinu hefur rétt á kosningum nú þegar og án tafar. Það ennfremur gengur ekki að þeir sem voru og eru á kafi í þeirri spillingu sem tengist bankahruninu rannsaki sjálfan sig. Slíkt er bara ávísun á hvítþvott og samsæri gegn þjóðinni af hálfu stjórnvalda.

Ef að Geir Haarde vill ekki rjúfa þing, þá á almenningur á Íslandi að krefjast þess Forseti Íslands (Ólafur Ragnar) að rjúfa þing og boða til kosninga að kröfu almennings. Enda er það hans hlutverk að passa uppá lýðræðið hérna á landi þegar ríkisstjórnarflokkurinn neitar að taka ábyrgð á gjörðum sínum.

Ég minni á kjosa.is, en þar eru verið að safna undirskriftum svo að hægt verði að boða til kosninga.

Tengist frétt: Vaxandi krafa um kosningar