Fjölmiðlar eiga að gera uppreisn gegn valdhöfum!

Fjölmiðlar á Íslandi þurfa nauðsynlega að gera uppreisn gegn stjórnvöldum hérna á landi. Þetta er ekki eingöngu nauðsynlegt, heldur lífsnauðsynlegt fyrir Íslensku þjóðina. Íslenskir stjórnmálamenn hafa komist upp með það alltof lengi að ráðskast með umræðuna eins og hentar þeim. Einnig sem að stjórnmálamenn eiga ekki að hafa heljartök á fjölmiðlum hérna á landi og umfjöllun þeirra um málefni líðandi stundar. Slíkt er ekki lýðræðislegt og hefur aldrei verið.

Eigendur einkafjölmiðla eiga ekki að koma nálægt umfjöllun þeirra á málefnum líðandi stundar, frekar en stjórnmálamenn.

Undirgefni allra helstu fjölmiðla á Íslandi er valdandi því að í dag eru Íslendingar með stjórnvöld sem enginn treystir á alþjóðavettvangi. Ónýta Seðlabankastjórn sem hefur sýnt það í verki að hún er óhæf til starfans, enda samansett úr fólki sem hefur enga þekkingu á starfinu.

Fjölmiðlamenn eiga að reka hnefann í borðið og segja hingað og ekki lengra. Ég læt ekki fara svona með mig!

Tengist frétt: Sameinast gegn Kaupþingi