Forseti Íslands á að boða til kosninga án tafar

Miðað við það ástand sem er í þjóðfélaginu þá á forseti Íslands að boða til kosninga án tafar. Forseti Íslands á einnig að leysa Geir Haarde frá störfum sem Forsætisráðherra án tafar, enda er augljóst að hann er ekki fær um að gegna þeirri stöðu.

Forsetinn hefur þennan rétt samkvæmt Stjórnarskrá Íslands. Hérna eru þær greinar í stjórnarskránni sem eiga við núna.

15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.

24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1)
1)L. 56/1991, 5. gr.

Tengist frétt: Eggjum kastað í Alþingishúsið