Áfram heldur hrunið…

Hrun Íslands heldur áfram, misskunarlaust og án hiks. Áframhald á hruninu bitnar eðli málsins samkvæmt verst á fólkinu sem hafði ekkert með það að gera. Launamanninum sem vinnur sína vinnu frá klukkan 8 til 17 og hefur hvorki fjárfest í hlutabréfum eða tekið þátt í “gróðærinu”.

Vonlausir og vanhæfir stjórnmálamenn Íslands keppast við að bjarga ríkum vinum sínum frá því að bera ábyrgð. Nota til þess margar aðferðir, eins og þá að ferð að kenna öllum öðrum (Bretlandi, Hollandi osfrv) um heldur en þeim sjálfum hvernig fyrir Íslandi er komið. Síðan neita þessir sömu stjórnamálamenn að bera ábyrgð á sínum mistökum. Uppá Seðlabankann er ekkert að hafa, enda orðin gjaldþrota eins og Íslenska ríkið. Allt vegna þess að siðleysingjar og ræningjar komust í völd hérna á landi eitt vorkvöldið árið 1991 (Sjálfstæðismenn) og hafa síðan verið við völd allan þann tíma, frá 20 öldinni yfir þá 21 öld.

Minnismerki þessara manna verða ekki gullhallir, heldur brunarústir og merki um það siðleysi og þá græðgi sem hefur ríkt hérna á landi síðustu ár.

Þessir menn vilja ekki gera gott við almenning, skráu niður í þjónustu við almenning. Reyndu að einkavæða heilbrigðiskrefið, tókst ekki. Tókst að selja bankana til vina sinna, einnig Símann. Allt saman er þetta að enda með ósköpum.

Ofan þá þetta þá drápu þessir menn niður alla gagnrýni á Íslandi. Kölluðu réttmæta gagnrýni öfundsýki, hatur, vanþekkingu og fleiri innistæðulaus orð. Gagnrýnin reyndist vera á rökum reist og í dag borgar almenningur fyrir hroka þessara manna.

Ef að Geir Haarde og hans undirsátar vilja halda snefil af virðingu í sögubókum framtíðar þá boðar hann til kosninga í þessari viku. Annars er hætt við því að sögubækur framtíðar muni tala um Geir og Davíð á sama hátt og menn erlendis tala um einvalda sem myrtu þjóðir sínar í köldu blóði. Einvaldar sem voru settir af í byltingum. Margar af þessum byltingum voru blóðugar, en gáfu fólkinu frelsi sem það á svo sannarlega rétt á.

Ísland er í dag kúgað land. Kúgað af lygum manna sem eru siðleysingjar og aumyngjar sem fela sig á bak við lög sem þeir hafa sjálfir sett. Heigulhátt sem kostar þjóðina gífurlega mikið dag hvern, atvinnuleysi, gjaldþrota fyrirtækja og hrun í lífsgæðum fólks.

Tími Sjálfstæðisflokksins er liðinn. Sveitamennskan á Íslandi er liðinn. Núna á að boða til kosninga um nýtt Alþingi sem sátt er um og nýja ríkisstjórn. Síðan á að taka til í Seðlabankanum og henda út ónýtum stjórnmálamönnum sem hafa ekkert vit á efnahagsmálum og þeirra mistök eiga þátt í gjaldþroti íslendinga.

Ég minni fólk á kjosa.is, þar sem Íslenska þjóðin fer fram á að lýðræðislegur réttur þeirra verði virtur og boðað verði til kosninga án tafar. Það er kominn tími til þess að Ísland gangi í EB og setji mark sitt á evrópu í sátt við aðrar þjóðir.

Ef Íslendingar ætla að komast uppúr þeirri holu sem við erum í. Þá verðum við að hætta að hugsa svona mikið um sérhagsmuni okkar (það er samt í lagi að passa uppá hag okkar) og ganga í EB.

Fjölmiðlar Íslands eru í dag kúgaðir af stjórnmálamönnum, einkafjölmiðlar eru kúgaðir af eigendum sínum. Öll gagnrýni er drepin áður en hún nær til fjöldans. Spillingin fær að þrífast í skjóli þöggunar fjölmiðlanna. Sem sjá ekkert að því að vera góðir við spillta stjórnmálamenn eða spillta eigendur sína.

Skömm að þessu og það er komið nóg.

Góðar stundir.