Upplýsingar um aðildarviðræður við ESB

Ég ætla að skrifa það sem ég get um aðildarviðræður Íslands við ESB, þegar þar að kemur. Ég ætla að hafa þessar færslur eins upplýsandi og hægt er.

Fyrsta mál á dagskrá í aðildarviðræðum er að sjá hvaða málaflokkar Íslendingar eru búnir að taka alveg upp í gegnum EES samninginn, en um þá málaflokka þarf ekki að semja í aðildarviðræðum við ESB. Þar sem það er nú þegar búið að uppfylla þá í gengum EES samninginn. Í aðildarviðræðum við ESB þarf Ísland að uppfylla 35 málaflokka og taka upp lög ESB í þeim.

Ég mun fjalla nánar um þessa málaflokka og fleira þegar þar að kemur. Þangað til bendi ég fólki á stækkunarvefsíðu ESB, sem er uppfull af upplýsingum um það ferli sem tekur við þegar ríki sækir um aðild að ESB.

Stækkunarvefsíða ESB.