Íslenska þjóðin er búin að bíða nógu lengi

Það er alveg merkilegt með andstæðinga ESB. Þeir vilja bíða, þetta hérna er nýjasta afsökunin hjá þingmönnum VG fyrir ESB andstöðunni.

Þuríður er einn þeirra fimm þingmanna flokksins, sem hafa lýst því yfir að þeir muni ekki styðja tillögu um umsókn að Evrópusambandinu.
Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að utanríkisráðherra muni innan skamms leggja fram þingsályktunartillögu um aðild að ESB. Stefnt skuli að því að sækja um í júlí.

En Þuríður vill heldur bíða þangað til úr rætist í efnahagsmálum. Það taki vonandi ekki mikið meira en tvö ár.

Tekið úr frétt Vísir.is um afstöðu VG.

Íslenska þjóðin er búin að bíða nógu lengi varðandi ESB spurninguna. Það er kominn tími til þess að henni verði svarað og fornaldarmenn og konur eiga ekki að koma í veg fyrir slíkt með óheiðarlegum aðferðum eins og raunin hefur verið undanfarin ár. Íslenska þjóðin á rétt því að vita hvað er í boði við inngöngu í ESB, síðan er það lýðræðislegur réttur þjóðinnar að taka afstöðu til aðildarsamnings þegar hann liggur fyrir og annað hvort samþykkja aðildarsamningin eða hafna honum.