Undarlegur fréttaflutningur mbl.is af ESB könnun í Bretlandi

Fréttaflutningur Morgunblaðsins (mbl.is) af könnun í Bretlandi við stuðning við ESB þar í landi er mjög undarleg. Þar sem eingöngu var gefið upp hlutfall þeirra sem var á móti, ekki þeirra sem styðja veru Bretlands í ESB.

Frétt mbl.is er hægt að lesa hérna. Það er hægt að lesa frétt Economist hérna, þar sem hlutfall þeirra sem styðja veru Bretlands í ESB er tekið fram, þegar það er skoðað þá staðan allt öðrvísi en sú sem Morgunblaðið gefur til kynna.

Andstæðingar ESB í Bretlandi hafa verið að nota Evrópukosninganar og óánægju í garð stjórnvalda til þess að auka andstöðuna við ESB með rangfærslum og lygum um ESB, þetta er sent út til almennings í formi auglýsinga sem ganga yfir Bretland þessa dagana. Í Bretlandi eru starfandi nokkrir öfga-hægri stjórnmálaflokkar sem gera út á andstöðuna við ESB. Þeir bjóða sig bæði fram til Evrópuþingsins og þingsins í Bretlandi.

Bretland er eina landið (Grænland er nýlenda) sem hefur reynt úrsögn með þjóðaratkvæði, sú tillaga var felld á sínum tíma með 67,2% atkvæða þeirra sem vildu að Bretland yrði áfram í ESB. Nánar um það hérna.