ESB stjórnar ekki auðlindum aðildarríkjanna

Það trúa því margir að ESB stjórni auðlindum aðildarríkjanna. Þetta er kolrangt og hver sá sem heldur þessu fram er einfaldlega að ljúga. Svo að þetta sé haft einfalt og þægilegt. Sendiherra ESB gagnvart Íslandi og Noregi (EES samningurinn) útskýrir þetta mál mjög vel í nýlegri bloggfærslu um málið, en hann hafði fengið spurningu frá Íslendingi varðandi þetta mál.

Hægt er að lesa bloggfærslu Sendiherrans með því að smella á slóðina hérna fyrir neðan.

Does the EU control the natural resources of its member states?

2 Replies to “ESB stjórnar ekki auðlindum aðildarríkjanna”

  1. „With the EXCEPTION OF FISHERIES, there is no common resource policy in the EU“ segir sendiherrann.

    ESB mun ekki taka neinar auðlindir af Íslendingum. Það er samt óþarfi að flytja réttinn til að setja lög og reglur nýtingu þeirra úr landi. Það er eins og eiga leikinn og skora svo sjálfsmark.

  2. Íslendingur, kvótinn er settur á sameiginlegum grundvelli á því svæði sem um ræðir. Íslendingar semja í dag um kvóta við ESB, Norðmenn og aðra úr sameiginlegum fiskistofnum. Við inngöngu í ESB mundu Íslendingar fá kvótanum úthlutað beint og ekki þurfti að semja um hann sérstaklega, en það er samið um kvótan í ráðherraráði ESB. Samkvæmt ráðleggingum viðeigandi landa.

    Hvernig kvótanum er síðan úthlutað hjá viðkomandi löndum er eingöngu þeirra mál.

    Eins og þarna er útskýrt, þá eru góðar ástæður fyrir sameiginlegri stjórnun yfir fiskveiðum hafsins.

Lokað er fyrir athugasemdir.