Bóndi gegn almenningi á Íslandi

Það er ekki að spurja af fíflaganginum á Alþingi þessa daga. Núna síðast þá hagar einn þingmaður Vinstri Grænna sér eins og bjáni og segir að það sé best að standa fyrir utan ESB. Jafnvel þó svo að viðkomandi geti ekki með nokkru móti fært trúverðug rök fyrir þeirri skoðun sinni. Sama gildir svo sem um aðra andstæðinga ESB. Ef þjarmað er af þeim, þá kemur í ljós að hin meintu mótrök þeirra gegn aðild að ESB eru ekkert nema innantóm þvæla, með slettum af hræðsluáróðri inn á milli.

Umræddur þingmaður Vinstri Grænna heitir Ásmundur Einar Daðason, er bóndi og veit ekki einu sinni hvað ESB stendur fyrir, hvað það gerir fyrir Evrópubúa og bændur í Evrópu. Ég mæli með því að Ásmundur hringi í Sænsku Bændasamtökin og athugi afhverju þau studdu inngöngu Svíþjóðs í ESB á sínum tíma. Svarið mundi kannski fá hann til þess að skipta um skoðun á ESB.

Hinsvegar reikna ég ekki með því að það gerist, enda ekki stíll bjána að skipta um skoðun, eða rannsaka málin og komast að skynsamlegri niðurstöðu. Þeir frekar vilja handa í sína eigin fáfræði, jafnvel þó svo að kosti þá húsið, efnahaginn og skynsemina.

Frétt mbl.is um þetta mál.

Hvatti þingheim við að slá ESB út af borðinu