Tvöfalt þjóðaratkvæði um ESB er tómt bull!

Sú krafa að hafa tvær þjóðaratkvæðagreiðslur er ekkert nema ófyrirleitin leið andstæðinga ESB til þess að koma í veg fyrir upplýsta umræðu um ESB á Íslandi. Þegar talað er um tvöfalda þjóðartkvæðagreiðslu um aðild að ESB, þá er í raun ekki verið að gera neitt nema að tefja og þæfa umræðuna.
Þetta er sú aðferðarfræði sem andstæðingar ESB hafa tileinkað sér, þeir vilja nefnilega hafa það af þjóðinni að fá að kjósa um það hvort að Íslendingar ganga í ESB á grundvelli aðildarsamnings, sem hægt er að lesa og fjalla um í fjölmiðlum, og í þjóðfélaginu.

Þetta er það sem sjálfstæðisflokkurinn (sérhagsmunapot á móti ESB) og framsóknarflokkurinn (sem þykist styðja aðild Íslands að ESB) vilja að verði gert á Íslandi. Koma í veg fyrir alvöru aðildarsamning og kosningu á grundvelli hans. Vinstri Grænir hafa sem betur fer breytt afstöðu sinni, þannig að núna fara þeir ekki fram á tvöfalt þjóðaratkvæði. Því miður eru Vinstri Grænir ennþá svo þröngsýnir að þeir eru á móti ESB og aðild Íslands að ESB.

Orð Bjarna, formanns sjálfstæðisflokksins. Úr frétt Morgunblaðsins.

Að sögn Bjarna var á fundinum hreyft við ólíkum áherslum flokkanna til málsins en enn sé óljóst hvernig málum lykti í meðförum nefndarinnar.

„Við ítrekuðum fyrri afstöðu okkar og ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um að rétt væri að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hefja ætti aðildarviðræður og eins að ekki komi annað til greina en að þjóðin eigi síðasta orðið í málinu.“

Tengist frétt.

Fundað fram á kvöld um ESB