Stjórnarþingmaður tefur aðildarumsókn að ESB viljandi

Það er mjög alvarlegt í mínum huga að þingmenn skuli viljandi vera að tefja málin á nefndum Alþingis. Sérstaklega þegar viðkomandi töf er gerð á jafn viljandi hátt og raun ber vitni. Ég á hérna við forkastanlegt útspil þingmanns Vinstri Grænna, hana Guðfríði Lilju Gestsdóttir sem hagar sér eins og smákrakki í frekjukasti. Þetta er einnig afskaplega lélegt af henni að gera þetta, þar sem hún hafði allan Júní til þess að koma fram með spurninguna um kostað vegna aðilarviðræðna. Það er alveg augljóst að Guðfríður þurfti ekki að bíða fram á síðustu stundu til þess að koma fram með þessa spurningu.

Þetta eru auðvitað ekkert nema skemmdarverk á meðförum málsins hjá Utanríkismálanefnd, sérstaklega hönnuð til þess að tefja málið eins lengi og hægt er. Slík hegðun er ekkert nema óheiðarleiki að mínu mati, enda finnst mér afskaplega ólíklegt að Guðfríður geti rökstutt sína afstöðu með nokkru móti. Enda er hérna ekkert nema yfirveguð tilraun til þess að koma í veg fyrir aðildarumsókn Íslands að ESB, með því að tryggja að málið komist ekki á dagskrá Alþingis fyrir sumarfrí.

Það má efast um hæfni Guðfríði Lilju sem þingsmanns, miðað við hegðun hennar. Þessi hegðun hennar í kvöld bendir til þess að Guðfríður Lilja hafi ekki mikla virðingu fyrir lýðræðinu á Íslandi.

Tengist fréttum.

Fundi utanríkismálanefndar aflýst eftir kröfu Guðfríðar Lilju