Borgarahreyfingin sýnir sitt rétta andlit

Borgarahreyfingin hefur sýnt sitt rétt andlit. Það andlit ber þess merki um að flokkurinn sé ólýðræðislegur og stundi það að svipta fólk því lýðræði sem þeir tala svo mikið um (nema kannski þessi eini þingmaður sem þorir að standa á sinni skoðun?).

Það er til orð yfir svona hegðun, hræsnarar, og þetta eru miklir hræsnarar. Þar sem Icesave kemur ESB ekkert við og hefur aldrei gert. Icesave er, og hefur alltaf verið ábyrgðarmál Íslenska ríkisins vegna stofnunar Landsbankans á þessum útibúum frá árinu 2006. Þessi stofnun var alltaf á ábyrgð Íslenska ríksins ef illa færi, eins og önnur útibú Íslenskra banka sem voru stofnuð á ESB svæðinu (útibú Kaupþing EDGE sem dæmi).

Í frétt Rúv klukkan 08:00 kom fram að 3 þingmenn Borgarahreyfingarinnar ætla að greiða atkvæði gegn aðildarviðræðum við ESB, nema að Íslenska ríkið hætti við að taka ábyrgð á Icesave. Þetta upphlaup er í forsvari Þórs Saari, sem greinilega stjórnar Borgarahreyfingunni. Þrátt fyrir yfirlýst leiðtogaleysi innan Borgarahreyfingar, sem líklega er lygi, eins og annað sem kemur frá Borgarahreyfingunni.

Ég kaus ekki Borgarhreyfinguna, og ég sé ekki eftir því.