Lögbann sett á umfjöllun Rúv um lánamál Kaupþings

Samkvæmt Rúv (sjá hérna), þá hefur Sýslumaðurinn í Reykjavík sett lögbann á umfjöllun Rúv um lánamál Kaupþing til eigenda og annara hlutahafa bankans. Þetta lögbann nær bara til Rúv, en ekki annara fjölmiðla á Íslandi, eða bloggara.

Þessari siðlausu ákvörðun Sýslumannsins í Reykjavík ber að mótmæla nú þegar, grimmilega og án miskunnar. Sem ég geri hér með þessari bloggfærslu, þar sem mér eru ekki aðrar leiðir færar til þess að mótmæla.

Hægt er að lesa lánaskýrslu Kaupþings hérna, með því að smella á tengilinn.

Financial collapse: Confidential exposure analysis of 205 companies each owing above EUR45M to Icelandic bank Kaupthing, 26 Sep 2008

2 Replies to “Lögbann sett á umfjöllun Rúv um lánamál Kaupþings”

  1. Bankaleyndin vegur þyngra en tjáningarfrelsið.

    Sýslumaðurinn í RVK telur hagsmuni stórfyrirtækja mikilvægari en hagsmuni almennings.

    Hvaða rugl er í gangi??

  2. Skilaboðin til almennings eru tær-snilld: Haltu-kjafti-borgaðu.
    Munum eftir SÍ/DO sem henti fimm-hundruð-milljörðum í KÞ rétt fyrir glærufundinn góða. Það var sami SÍ og ríkið bjargaði frá gjaldþroti í des.08 að mig minnir, með nokkur-hundruð-milljörðum almennings. Haltu-kjafti-borgaðu.
    Ísland ágúst 2009: Bogi endar fréttatíma RÚV með orðunum „Í þeim fréttum sem við megum segja frá var þetta helst“. Haltu-kjafti-borgaðu.

Lokað er fyrir athugasemdir.