Morgunblaðið dó í dag

Í dag dó Morgunblaðið. Ástæðan fyrir dauða Morgunblaðsins er ráðning Davíðs Oddsson sem ritstjóra Morgunblaðsins, en Davíð Oddsson er vanhæfur ritstjóri, og gerist slíkt sjálfkrafa í tilfelli Davíðs Oddssonar. Enda hefur Davíð ekki neina reynslu sem ritstjóri, og hefur ekkert starfað við blaðamennsku síðustu 30 ár eða svo.

Enda er augljóst að þessi ráðning er af pólitískum ástæðum, og til þess að passa uppá hagsmuni náhirðarinnar. Þetta mun einnig verða tilraun til þess að ljúga að almenningi um ESB, enda er líklegt aðildarviðræður Íslands við ESB muni hefjast á næsta ári.

Ástæðan fyrir því að Haraldur er ráðin af Viðskiptablaðinu er sú að hann mun sjá um raunverulega ritstjórn Morgunblaðsins, en Davíð mun sjá um ritskoðunina og hagsmunagæsluna.