Fannar frá Rifi er ritskoðari og blekkir fólk

Bloggarinn Fannar frá Rifi (sem hann kallar sig) er ritskoðari, og hann blekkir fólk vísvitandi á sínu bloggi. Bæði í málefnum ESB umræðunnar og fleiri færslum, sem ég nenni ekki að taka yfir, en fólk er fullfært að lesa sjálft með gagnrýnum augum.

Í nýlegri bloggfærslu. Þá krafði hann mig svara við kosti ESB, ég svaraði honum, en hann fjarlægði svarið nokkru síðan. Til að bæta ofan á þá skömm, þá krafði hann mig síðan svara. Hann hefur hinsvegar fjarlægt þá athugasemd sína úr færslunni, þannig að ég get ekki vitnað beint til hennar.

Hérna er mynd af svarinu mínu til Fannars, sem hann ritskoðaði á svo ósmekklegan hátt, og rukkaði mig síðan aftur um þetta sama svar. Skipti þó engu að ég væri búinn að svara honum í þessari bloggfærslu hans.