Sjálfhverfa íslendinga

Sjálfhverfa Íslendinga er alveg rosaleg. Í nýlegri innsendri grein er verið að velta því fyrir sér hvort að Norðmenn séu vinir í raun, þar sem þeir vilja ekki lána okkur pening til þess að koma hlutunum af stað eftir bankahrunið og efnahagshrunið.

Staðreyndin er að Norðmenn eru vinir í raun, en jafnvel vinir lána ekki fólki nema að vera viss um að fá það til baka það sem var lánið. Staðan með íslendinga er mjög einföld, það er afskaplega óvíst að þau lán sem veitt eru fáist nokkurntíman endurgreidd. Sérstaklega í ljósi þess að íslendingar eru að þrjóskast við að endurgreiða Icesave lánin sem voru tekin vegna hruns Landsbankans. Það er nóg til þess að viðvörunarbjöllur hringi hjá vinum okkur á Norðurlöndum.

Færeyingar og Pólverjar voru búnir að lofa láni áður en Icesave lánamálið kom upp. Þeir stóðu auðvitað við loforð, eins og þeir heiðursmenn sem þeir eru.

Greinin á Silfur Egils á Eyjan.is

Norðmenn og neyðaraðstoðin