Ritskoðun á blog.is (Morgunblaðinu), grímulaus og brot á lögum

Það vantar ekki siðleysið hjá Morgunblaðinu þessa dagana. Öll gagnrýni á einkavini Davíðs Oddssonar Wannabe ritstjórna Morgunblaðsins er greinilega bönnuð. Núna í dag er búið að loka fyrsta blogginu í beinu samræmi við þá gagnýni og upplýsingar sem þar voru veittar af höfundi bloggsins. Þetta kemur fram á DV núna í kvöld.

Það er alveg augljóst að siðleysið hefur tekið við á Morgunblaðinu með ráðningu Davíðs Oddssonar á Morgunblaðið. Það er ennfremur búið að aftengja blogg viðkomandi við fréttina, eins og reikna mátti með í þessu tilfelli. Ef einhver snefill er eftir af heiðarleika á Morgunblaðinu, þá munu þeir setja aflæsa blogginu hjá viðkomandi nú þegar. Enda er alveg ljóst að það er ólöglegt að troða niður tjáningarfrelsið á Íslandi eins og þarna er gert.

Ég mæli síðan með því að Davíð Oddsson hætti á Morgunblaðinu, enda er gjörsamlega óþolandi að svona siðleysingi sé í ritstjórn dagblaðs, og noti blaðið til þess að hvítþvo sig og vini sína á óskammfelldan hátt. Eins og er orðin raunin í dag.

Frétt DV um þetta mál.

Landssímamaðurinn rekinn af Moggablogginu