Norður Kórea er ekki með utanríkisráðuneyti

Það er rangt hjá Pressunni og Birni Bjarnassyni, fyrrverandi dómsmálaráðherra þegar þeir fullyrða að Norður Kórea hafi áhuga á málflutningi Árna, núverandi Félagsmálaráðherra.

Fyrir það fyrsta. Þá er Norður Kórea ekki með Utanríkisráðuneyti, nema að nafninu til. Enda er íbúum Norður Kóreu bannað að ferðast til annara landa, og eiga samskipti við önnur lönd. Ef viðkomandi er frá Norður Kóreu, þá er hægt að bóka tvennt. Viðkomandi vinnur hjá ríki og hefur leyfi til þess að hafa samskipti við útlendinga. Það er einnig augljóst að ráðamenn í Norður Kóreu hafa ekki frétt af umræddri ræðu Árna, enda ríkir í landinu algert fréttabann á erlendar fréttir, gildir þá einu hvaðan þær koma. Einu fréttinar sem fólk fær að heyra þarna, eru þær sem flokkurinn vill að þú heyrir (svona eins og Davíð Oddsson og tilraun þeirra til þess að gera slíkt með Morgunblaðið).

Norður Kórea er hinsvegar með áróðursráðuneyti. Þar sem þeir semja tröllasögur um leiðtoga sinn eftir þörfum. Ég er alveg vissum að Björn Bjarnasson hefur góð kynni af þessu áróðursráðuneyti þeirra í gegnum alþjóðasambönd sín.

Kaffirusl Pressunar.

Spyr Norður-Kórea um orð Árna?