Talsmenn gamla Íslands eru á móti aðild íslendinga að ESB

Á Íslandi eru margir sem eru á móti ESB þessa dagana. Andstaðan byggir ekki á neinni rökfastri skoðun, heldur er hérna eingöngu um að ræða andstöðu sem á uppruna sinni í hefndinni, þar sem margir íslendingar telja sig eiga harma að hefna hjá nágrannaþjóðum okkar, og ESB. Sökin sem þetta fólk telur sig við eiga við nágrannaþjóðinar og ESB eru nú ekki merkilegar, reyndar eru þetta ómerkilegustu sakir sem hægt er að finna á byggðu bóli. Þessi sök er sú að hvorki nágrannaþjóðinar eða ESB komu okkur til hjálpar þegar íslendingar klúðruðu sínum málum svo rækilega að annað eins hefur ekki sést í Evrópu, í rúmlega 100 ár og líklega þarf að fara lengra aftur til þess að finna álíka mikið klúður og hrun og það sem varð árið 2008 á Íslandi.

Vegna þess að íslendingar eru heimtufrekir bjánar margir hverjir. Þá varð það fljótlega krafan í íslenska þjóðfélaginu að útlendingar skyldu hjálpa okkur. Þessa hjálp skyldi veita án nokkura skilyrða eða annara krafna. Það sem þó mestu skipti, þessi hjálp skyldi koma strax og beðið var um hana. Þessi hjálp skyldi ennfremur vera óháð ábyrgð íslendinga á sínum eigin málum, enda telja margir íslendingar alger fásinna að þeir og aðrir íslendinar skuli bera ábyrgð á þessu hruni. Í hugum margra er slíkt bara fásinna sem ber ekki einu sinni að nefna á nafn. Verstir í þeim hópi er fólkið sem sat að völdum í undanfaranum að þessu hruni, en undanfarin eru árabilið 2002 til ársins 2008 þegar grunnurinn að hruninu var lagður af þingmönnum, ráðherrum og bankastjórum á Íslandi. Allt saman var þetta gert með samþykki Íslensku þjóðarinnar, sem var stolt af sínum mönnum. Efasemdarmenn voru kveðnir í kútinn svo eftir var tekið í Evrópu.

Eftir það var ekki snúið til baka. Atburðarrásin var farin af stað og ekkert stoppaði hana, enda vildi enginn stoppa þessa atburðarrás, og til hvers. Það var allt að hafa í þessu umhverfi, peninga, dýra bíla, sterka krónu. Síðast en ekki síst, íslendinga að kaupa erlend fyrirtæki útum allar koppagrundir. Það gleymdist bara eitt í þessari íslensku paradís. Þessi paradís var öll fengin að láni, og það var stutt í borgunardaginn. Til þess að lengja í þeirri ól sem íslendingar voru komnir í var gripið til gamals ráð hjá peningaóreiðumönnum. Tekið var annað lán til þess að borga upp eldra lán. Þetta var aðferð sem átti ekki að klikka, en þessi aðferð klikkaði engu að síðu, og hún klikkaði illa, mjög illa.

Þegar íslensku bankanir hrundu í kjölfarið á gjaldþroti Lehman Brothers bankans í Bandaríkjunum. Þá námu samtals skuldir íslensku bankanna rúmlega 12 faldri íslenski landsframleiðslu árið 2008. Þetta er mjög stór tala, enda var landsframleiðsla íslendinga árið 2008 rúmlega 1400 milljarðar króna. Skuldir íslensku bankana á þessum tíma (1400 x 12) námu rúmlega 16.800 milljörðum króna (ég reikna með að þetta sé svona sirka rétt hjá mér). Langmest af þessum skuldum hefur verið afskrifað af erlendum kröfuhöfum, enda hefur komið fram að erlendir kröfuhafar töpuðu rúmlega 9000 milljörðum króna á einum íslenskum banka. Það er því ekki nema von að allt sé í klessu á Íslandi ári eftir hrunið.

Það kemur því ekki á óvart að enginn hafi viljað koma nálægt því að aðstoða íslendinga án yfirþjóðlegar aðstoðar, sem í þessu tilfelli er IMF. Það sem meira er, frekjan og yfirgangurinn í íslendingum var ekki til þess fallin að bæta málstað okkar erlendis, miðað við það sem undan var gengið.

Einangrunarhyggja skýtur upp kollinum á Íslandi

Í kjölfarið á kreppunni sem skall á íslendingum árið 2008 hefur borið meira á einangrunarhyggju, og það er meira um útlendingahatur á Íslandi í kjölfarið á efnahagshruninu á Íslandi. Á þessu og mörgum þáttum grundvallast mikið af andstöðunni við ESB á Íslandi. Það verður seint sagt að einangrunarhyggja og útlendingahatur sé til fyrirmyndar á Íslandi. Enda er slíkt eingöngu fært til þess að dæma íslendinga til efnahagslegrar stöðnunar og fátæktar. Slíkt yrði afturför um rúmlega 30 til 40 ár á Íslandi í efnahagslegu tilliti. Það yrði einnig víst að íslendingar mundu dragast aftur úr nágrannaþjóðunum hægt og örugglega. Bæði efnahagslega og í tæknilegri þróun miðað við nágrannaþjóðinar.

Andstaðan við ESB á Íslandi

Í kringum árið 1992 var Davíð Oddsson áhugasamur um að Ísland mundi ganga í ESB. Þessi skoðun varði hinsvegar ekki hjá Davíð og fylgismönnum hans, og í upphafi ársins 1994 var Davíð orðinn harður andstæðingur ESB. Það sem er einnig merkilegt við þessu umskipti er sú staðreynd að Davíð og frjálshyggju klíkan sem hann tilheyrði á þessum tíma tók upp harða frjálshyggju (Neoconservatism) og einnig upp harðan Tacherisma. Í þessu farteski kom einnig Laissez-faire stefna íslenskra stjórnvalda á þessum tíma. Það þarf ekki að segja sér það tvisvar, fjandinn varð laus á Íslandi.

Íslendingar gengu í EES (upplýsingar eru einnig hérna) þann 1. Janúar árið 1994. Aðild Íslands að EES var orðin lífsnauðsynleg árið 1989, enda hafði ríkt stöðnun í íslensku efnahagslífi á þessum tíma, og fólksflótti var talsverður vegna þeirrar stöðnunar sem ríkti á þeim á tíma. Efnahagslega þá var aðild Íslands að EES nauðsynlegt skref til þess að koma efnahag landsins úr þeirri kyrrstöðu sem þá hafði ríkt. Á meðan íslendingar gerðu til tilbúna til þess að ganga í EES, voru hin norðulöndin að gera sig tilbúin til þess að ganga í ESB. Eftir að hafa gengið í EES árið á undan. Þetta gekk að mestu leiti eftir hjá hinum norðulöndunum, tvö þeirra gengu í ESB, eitt þeirra kaus að standa fyrir utan ESB ásamt íslendingum. Sem höfðu þó ekki einu sinni fyrir því að sækja um aðild Íslands á þessum tíma.

Á grundvelli EES varð til andstaða við ESB, þó svo að í raunveruleikanum er EES ekkert nema ein stoð ESB (nánar hérna). Í raun má segja að Ísland sé komið 80% inn í ESB nú þegar. Gallin við EES samninginn er sú staðreynd að innan ESB eru íslendingar valdalausir og hafa ekkert um stefnur og ákvarðanir ESB. Þetta eru ákvarðanir og stefnur sem hafa mikil áhrif á efnahag og efnahagsþróun á Íslandi, sérstaklega til lengri tíma. Án aðildar Íslands að ESB, þá hafa íslendingar afskaplega lítið að segja um stefnur ESB og ákvarðanir, slíkt er auðvitað óásættanlegt miðað við þá hagsmuni sem íslendingar þurfa að passa uppá í alþjóðsamskiptum og alþjóðaviðskiptum.

Af þeim sem eru á móti ESB á Íslandi

Það þarf ekki að hafa mörg orð um þá sem eru á móti aðild Íslands að ESB. Ástæður þessar andstöðu við aðild Íslands að ESB verða augljósar þegar grein mín er lesin, ásamt því að aðstæður og hagsmunir þeirra sem eru á móti ESB eru skoðaðir í samhengi við þá atburði sem hafa dunið á íslensku þjóðinni síðastliðið ár.

Það er þótt sjónarhorn sem ekki hefur komið mikið í umræðunni á Íslandi. Það er umræðan um völd þeirra sem eru á móti ESB. Allir vita að völd eru gífurlega verðmæt. Við inngöngu í ESB þá mundu ráðherrar ekki tapa neinum völdum, það sem hinsvegar mundi gerast er að íslenska ríkið og ráðherrar og þingmenn yrðu að sætta sig við yfirþjóðlegt eftirlit sem yrði óháð hagsmunum stjórnmálaflokkana á Íslandi, og hagsmunum þeirra. Slíkt fer afskaplega illa í þá aðila sem hafa verið hvað valdagráðugastir á Íslandi síðustu ár. Þar sem aðild Íslands að ESB mundi að einhverju leiti koma í veg fyrir glórulausa stjórnun þeirra. Það sem mundi einnig gerast að ákveðnar rekstarkröfur yrðu settar á ríksstjórn Íslands um að stjórna ríkisfjármálum í samræmi við samþykktir ESB um fjárlagahalla aðildarríkja, sem og viðskiptahalla. Það er einnig augljóst að mat á efnahag Íslands yrði hjá óháðri stofnun innan ESB sem heitir Eurostat, og því væri ekki hægt að blekkja almenning, eða leggja niður þannig stofnun ef hún birtir ekki þær tölur sem ráðamenn á Íslandi vilja heyra (Davíð lagði niður Þjóðhagsstofnun vegna þess að hún kom ekki með tölur sem voru Davíð þóknanlegar).

Efnahagsleg framtíð Íslands er í ESB

Það kom fram hjá fréttavefnum Pressunni að íslendingar vilja búa í þjóðfélagi sem er hvað líkast hinu norræna velferðarkerfi. Það sem íslendingum tekst ekki að skilja er sú staðreynd að flest norrænu ríkin eru nú þegar í ESB, og taka því þátt í evrópusamstarfinu sem stundað er í ESB af fullum krafti. Það er einnig augljóst, með hliðsjón af þessum staðreyndum að þessum norrænu þjóðum hefur tekist að tryggja efnahag sinn með aðild að ESB. Aðeins ein norræn þjóð er með evru sem gjaldmiðil, en það er Finnland. Líklegt er þó að Danmörk muni taka upp evru eftir nokkur ár, þetta veltur þó allt saman á niðurstöðu kosninga um þetta mál í Danmörku sem verður haldin á næsta ári, eða árið 2011.

Það er alveg ljóst að ef íslendingar ganga ekki í ESB. Þá munu afleiðinganar af slíkri ákvörðun þýða áframhald á sama ástandi og ríkir núna á Íslandi þessa dagana. Þó er líklegt að ástandið yrði ekki alveg jafn slæmt og það er núna í dag, en líklegt er að á Íslandi yrði varanlegur efnahagslegur vandi, ásamt stöðnun í efnahagnum. Enda er líklegt að erlendir fjárfestar munu ekki vilja koma til Íslands vegna aðildarleysis íslendinga að ESB. Enda er óvíst hversu margir fjárfestar munu vilja fjárfesta á Íslandi í því óstöðuga krónu umhverfi sem ríkir á Íslandi í dag, og hefur ríkt á síðustu árum (krónan hefur fallið um nærri því 90% á einu ári, eftir því sem ég kemst næst). Einnig sem að óstöðugt vaxtaumhverfi og verðbólgu umhverfi er ólíklegt til þess að laða að fjárfesta og fjárfestingar á Íslandi.

Ég læt þetta duga að sinni.

[Uppfært þann 31. Október 2009. Klukkan 20:15. Bætt við upplýsingum, stafsetningavillur lagaðar.]

4 Replies to “Talsmenn gamla Íslands eru á móti aðild íslendinga að ESB”

  1. Gamla Ísland er ansi gott land. Og þá tala ég um Ísland sem ég bjó á fyri einkavæðingu, en ég hef ekki búið þar síðan 2001.

    Mig langar bara að koma ákveðnum hlutum á framfæri hér. Mér finnst þú oft koma góðum hlutum á framfæri hér, en finnst þú stundum mikill harðlínumaður.

    Þess vegna fannst mér kannski þess virði að kommenta á það sem þú segir, í von um að fá af stað alvöru umræðu. En ég er búin að gefast upp. Það eru ekki alvöru umræður að kalla skoðanir „andstæðinga“ sinna bjánaskap eins og þú gerir einatt. Það sýnir manni bar að þú sért meira að reyna að bjarga eign andiliti en að takast í raun á við þær skoðanir sem settar eru fram fyrir þig.

    Ég hef gaman af því að rökræða og rífast hart við fólk sem er á öndverðum meiði við mig ef það ber virðingu fyri mínum skoðunum, en að ætla að gefa það í skyn að andstæðingar þínir séu bjánar sem lesa bara slúðurblöð (ég les t.d. bara Guardian og Independent og horfi á BBC, hér í UK og þú heldur því fram að ég sé að lesa slúður!!), gerir það að verkum að maður nennir ekki að eyða meira púðri í þig, þú ert bara enn einn Íslendingurinn sem veit ekki neitt út fyrir sitt heimili. Vonbrigði fyrir mig, en gott fyrir þig að búa áfram í þinni heimatibúnu sápukúlu. Have a good life Freeman.

  2. Ég er vissulega með harðar skoðanir, og það þola íslendingar almennt ekki. Enda eingöngu vanir mjúkri gagnrýni, ekki þeirri gagnrýni sem sker í gengum allt og alla. Það er alrangt hjá þér að ég sé harðlínumaður. Vegna þess að harðlínumenn skipta ekki um skoðun, jafnvel þó svo að þeir hafi rangt fyrir sér.

    Ég skipti um skoðun án þess að hika við það. Sérstaklega ef mér sýnst fram á það án nokkurs vafa um að ég hafi rangt fyrir mér.

    Þessi sápa þín hérna er bara ódýrt skot til þess að afgreiða mig, og minn málflutning í eitt skipti fyrir öll. Þessar fullyrðingar þínar um mig er ekkert nema eintóm rökleysa, enda hefur þér ekki ennþá tekist að hrekja það sem ég kem með hérna. Þér tókst ekki einu sinni að hrekja það sem ég sagði um Bresku pressuna, taktu eftir að ég fullyrti ekki að öll pressan í Bretlandi væri á móti ESB, bara hluti hennar. Ég vísaði í frétt þess efnis í svari við þá bloggfærslu.

    Eftir það þá kemur þú með þessa dellu hérna, og þykist vera sniðug og telur þig líklega komast upp með það.

    Ég þarf ekki að bjarga andlitinu, eins þú fullyrðir hérna ranglega. Vegna þess að ég óhræddur að játa það og leiðrétta sjálfan mig ef svo ber undir. Ég er ennfremur óhræddur við að játa mistök ef svo ber undir.

    Staðreyndin er hinsvegar sú að ég passa uppá það sem ég skrifa og fullyrði á mínu bloggi, þrátt fyrir stöku mistök sem maður gerir.

    Þessi athugasemd þín hérna sýnir bara fram á algert rökleysi þitt í umræðunni um ESB. Þrátt fyrir að ég hafi vandlega komið með staðreyndir fyrir mínum málflutningi, þá hefur þú haldið í rökleysuna og vitleysuna.

    Slíkt er ekki mín sök, og það er svo sannarlega ekki til tilbreytni í málflutningi andstæðinga ESB. Sem hafa lagt það í vana sinn að fullyrða hluti sem eru líkari skáldskap en raunveruleikanum. Enda kemur langoftast á daginn að þetta eru bara eintómar lygar í þeim.

    Erna, rökleysið er algerlega þín megin í ESB umræðunni og það er vonlaust hjá þér að reyna að klína því yfir á mig. Þar sem ég fell ekki fyrir slíkri skíta aðferð, eins þeirri sem þú reyndir hérna.

    Ég horfi líka á BBC One, Two, Three og News finnst fréttaflutningurinn þar bera af. Guardian er dagblað sem er á móti ESB, Independent er sæmilega jákvætt í garð ESB.

    Það er ennfremur ekkert að því að kalla fólk það sem það er, hvort sem viðkomandi er fífl eða bjáni. Önd hættir ekki að vera önd þó svo að við köllum hana Svan.

    Þetta er það einfalt.

  3. Já einmitt, þú sýnir andstæðingum þínum vanvirðingu, og maður missir áhugann á þínum málflutningi þegar þú ferð að kalla fólk bjána. Og þú lokar bara eyrunum og segir „lalalalalala“ þegar maður kommentar hjá þér. Þú ferð í kringum það sem ég segi þú svarar því ekki beint og þykist vera voðalega harður.

    Og ólíkt þér sem ráðleggur fólki að skoða bara aðra hliðina á hlutunum (þ.e. þegar þú ráðlagðir mér að hætta að fylgjast með fjölmiðlum sem eru á móti EU) þá hef ég áhuga á báðum hliðum málsins… þess vegna les ég t.d. bæði Guardian og Independent.

    Þú hefur oft ýmsilegt til þíns máls, en þú kemur ekki andstæðingi yfir á þína hlið ef þú sýnir andstæðingum þínum ekki virðingu, ég held að það sé lykilorðið. Mér finnst gaman að hörkurífast um hlutina, skipti oft um skoðanir ef mér finnst ég vera að sannfærast um annan flöt á málunum, en þegar maður er kallaður bjáni eða fífl þá fer mann nú að gruna að sú gagnrýni komi frá fífli og bjána og þá treystir maður ekki lengur viðmælandanum, svo einfalt er það!!da

  4. Þetta er mjög ódýr afgreiðsla hjá þér. Andstæðingar mínir hafa nú ekkert verið barna bestir í þessu, það er þó merkilegt að þegar þeir síðan lenda í sínum eigin brögðum. Þá fara þeir að væla eins og enginn er morgundagurinn.

    Það er til lítils að kynna sér „hina hliðina“ á málinu ef hin hliðin er ekkert nema bölvuð þvæla og lygi. Eða er það kannski markmiðið hjá þér, að trúa lygum í fjölmiðlum.

    Þú munt kannski trúa þessari hérna fyrirsögn frekar en raunverleikanum.

    „EU TO BAN ALL SHOP REFUNDS“ (greinin er hérna, http://dailyexpress.co.uk/posts/view/137380/EU-to-ban-all-shop-refunds/) Þessi grein er ekkert nema bölvuð vitleysa og lygi, samin af einhverjum athyglissjúkum fávita sem þykist vera blaðamaður.

    Þér frest ennfremur að dæma mig fyrir að kalla fólk bjána. Svo að ég vitni nú í orð þín úr annari athugasemd við aðra bloggfærslu í gær.

    „Hahaha.. eg hlae mig alla leidina i baelid nuna. svona bjanaskapur er natturulega bara fyndinn…“

    Þar hefuru það. (Tekið héðan, http://jonfr.com/?p=2728#comments)

Lokað er fyrir athugasemdir.