Gunnar Rögnvaldsson andstæðingur ESB er að blekkja fólk

Það er merkilegt fylgjast með því hvaða vitleysa kemur andstæðingum ESB. Á bloggi Evrópusamtakanna heldur Grunnar Röngvaldsson því fram að ADSL og internet tenginar séu dýrar og lélegar í Danmörku. Þær fullyrðingar sem Gunnar Rögnvaldsson setur fram á bloggi Evrópusamtakanna eru einfaldlega rangar og eiga ekki við nein rök að styðjast.

Fullyrðing Gunnars er þessi hérna.

Sæl frú Evrópusamtök.

Ég er ekki samtök. Þú ert velkomin að skrifa aths. hjá mér. Get ekki svarað til saka fyrir aðra. Ég borga 21.000 ISK á mánuði fyrir 25 Mbit niðurhal línu með 0,75 Mbit upload hraða. Það eru þó til ódýrari línur fyrir fólk sem hefur mikla þolinmæði og mikinn tíma, t.d. 2 Mbit línur.

Ég lagði ekki í 3 Mbit symmetríska línu svo ég gæti hýst minn eigin vefþjón því svoleiðis lína kostar 90.000 ISK á mánuði. Því borga ég líka vistun á vefhóteli. Það eru eru um 100.000 heimili í Danmörku sem geta ekki fengið neitt betra en ISDN (125k). Danmörk er svo stórt land og erfitt að grafa í sandinn, hann er svo djúpur, að símafélögin leggja ekki í þann mikla kostnað sem það er að hafa DSL-stöðvar fyrir alla sem búa úti á landi. Svo það eru um 100.000 heimili fá ekki neitt nema módem eða ISDN. Fasteignaverð þessara húsa er ekki hátt, skiljanlega.

Allt er svo gott í ESB.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 11.11.2009 kl. 14:13

Tekið héðan.

Fyrir það fyrsta, þá er gjörsamlega vonlaust að setja fram verðið í íslenskum krónum. Vegna þess að gengi íslensku krónunar gagnvart dönsku krónunni, gengið í dag er núna 1DKK = 25 ISK. Þannig að augljóst er að það verð sem Gunnar gefur upp í Íslensku er villandi, enda er Gunnar bara að borga rúmlega 840DKK fyrir internetið í Danmörku samkvæmt hans fullyrðingu, sem er örugglega dýrasta internetið í Danmörku, þar sem að 20Mb tenging hjá Telia kostar 329 DKK á mánuði, og þykir Telia vera nokkuð dýrt fyrirtæki í Danmörku. Sjá verðskrá Telia hérna.

Önnur fullyrðing hjá Gunnari að margt fólk í Danmörku hafi ekki aðra tengingu en ISDN og þaðan af minni tenginu. Þetta er rangt, þar sem samkvæmt OCED og öðrum aðilum þá leiðir Danmörk í fjölda ADSL tenginga, og tengina sem bjóða uppá svipaðan hraða og ADSL og ADSL2+ tengingar. Samkvæmt þessum mælingum þá höfðu 99% dana aðgang að háhraða tengingum þann 20. Janúar 2009, þetta 1% sem ekki höfðu háhraða internet teljast vera um 21,000 heimili og fyrirtæki í allri Danmörku sem höfðu ekki háhraða internet á þessum tíma. Líklegt er að það sé búið að loka þessu gati sem þarna var til staðar, annaðhvort með ADSL tengingum eða sambærilegu. Síðan er boðið uppá háhraðatenginar í Danmörku á 450Mhz tíðnisviðinu, en þar er notuð CDMA tækni til slíks. Þannig að heildarútbreiðsla háhraðanets í Danmörku er 100%, sem talsvert meira en á Íslandi um þessar mundir. Þó svo að háhraðaverkefni ríkisins sé að loka því gati fljótt um þessar mundir.

Það er ennfremur vert að benda á þá staðreynd að í Finnlandi er það orðin lögvarin réttur að vera með lámarki 1Mb tenginu við internetið.

Sá máflutningur sem Gunnar heldur uppi í athugasemdum og á bloggsíðum er ekki neinum manni bjóðandi. Enda er maðurinn einfaldlega að blekkja og ljúga með því að rangtúlka gögn og henda út þeim gögnum sem ekki henta málflutningi hans. Það versta er þó að fólk trúir Gunnari og hefur ekki fyrir því að kanna sannleiksgildi þeirra fullyrðinga sem Gunnar setur fram á blogginu sínu og þeirri vefsíðu sem hann heldur úti. Sá málflutningur sem Gunnar stundar er því miður ekkert einsdæmi, svona rangfærslur eru mjög algengar hjá andstæðingum ESB og Heimssýn. Enda er einfaldara fyrir andstæðinga ESB að höfða til almennings með hræðsluáróðri heldur en með því að ræða þær staðreyndir um ESB og hvað er raunverulega að gerast þar í málefnum, stefnum og lífsgæðum sem Evrópbúar innan ESB njóta í dag.

Það er orðið ljóst að upplýst umræða um ESB er eitthvað sem andstæðingar ESB vilja alls ekki að eigi sér stað á Íslandi. Vegna þess að þá munu íslendingar kjósa að ganga í ESB, með þeim kostum og göllum sem því fylgir að vera aðili að ESB.

Nánari upplýsingar.

Telia Bredbånd

ICE.NET Denmark

99% of danish households have access to broadband internet

Ireland falls in broadband rankings; Denmark heads the 30 member countries of OECD; Irish penetration less than half Denmark’s

Finland makes broadband access a legal right

3 Replies to “Gunnar Rögnvaldsson andstæðingur ESB er að blekkja fólk”

  1. Æ, ef maður ætlaði að eyða tíma sínum í að leiðrétta allt sem Gunnar bullar um af stakri vanvisku, gerði maður lítið annað.

    Þegar ég flutti til Bretlands fékk ég mér öflugri tengingu og óháða niðurhaldi. Fyrir það greiddi ég um 40% af því sem ég hafi greitt á Íslandi (fyrir verri tengingu).

    Í dag borga ég minna en þá, bæði í beinhörðum pundum og sem hlutfall af launum – en auðvitað miklu, miklu meira ef ég fer að blanda krónuræflinum í útreikningana.

    Það að Gunnar sé arfaslakur í að gera samninga kemur ESB lítið við.

  2. Baldur, ég tók þetta nú sérstaklega fyrir þar sem að Gunnar er að kenna ESB um „slæmar“ ADSL tenginar hjá sér og í Danmörku. Þó svo að það sé í raun ekki staðreynd eins og Gunnar heldur fram þarna.

    Það er auðvitað ekki nokkur lifandi vegur að leiðrétta allt bullið í honum. Það er hinsvegar í góðu lagi að skjóta á mannin svona einstaka sinnum.

Lokað er fyrir athugasemdir.