Sannleikurinn um fiskveiðar íslendinga

Það er ansi ljótur sannleikurinn um fiskveiðar íslendinga og umgengina um fiskimiðin í kringum landið. Þetta speglast sérstaklega vel í nýlegri frétt sem ég rakst á fréttavefnum Pressan.is, þar sem er verið að fjalla um veiðar á sæbjúgum.

Þar kemur meðal annars þetta fram.

Fyrir ári síðan hafi sjávarútvegsráðuneytið svo heimilað öðrum að veiða á stærsta veiðisvæðinu og nú sé búið að loka því vegna ofveiði. Hafrannsóknarstofnun hafi talið að svæðið þyldi 800 tonna ársveiði en veiðin hafi líklega verið meiri. Segir að hinir nýju aðilar sem séu frá Sandgerði hafi flutt vöruna frysta og óunna.

Íslendingar voru ekki lengi að eyðileggja heilan stofn af sæbjúgum sem var á þessu veiðisvæði. Þetta er bara vegna græðgi íslendinga og kröfunar um að græða eins mikið og hægt er, á eins skömmum tíma og hægt er. Síðan voga íslendingar að halda því fram að íslenska fiskveiðikerfið sé gott. Ég er þar algerlega ósammála. Staðreyndin er sú að íslenska fiskveiðikerfið er hörmung og það þarf að stórbæta ef við ætlum ekki að eyðileggja miðin í kringum Ísland.

Frétt Pressunar.

Ráðuneytið fjölgaði leyfum: Rányrkja á sæbjúgum þurrkaði upp miðin sem leiddi til lokunar