Forseti Íslands á að skrifa undir breytingar á lögum vegna ríkistryggingar á Icesave skuldbindingum

Þetta er mjög einfalt. Forseti Íslands á að skrifa undir breytingar á lögum um ríkistrygginar á skuldbindingum innistæðutryggingasjóðs vegna Icesave málsins. Annað kemur ekki til greina. Enda er hérna aðeins um breytingar á gildandi lögum að ræða, ekki ný lög sem slík.

Ef kosið yrði um þetta í þjóðaratkvæði, og það yrði fellt. Þá væri íslenska þjóðin í raun að lýsa því yfir að hvorki þjóðin að ríkisstjórnin tæki ábyrgð á afleiðingum gjaldþrots íslensku bankana. Slíkt mundi kalla yfir hörmungar fyrir íslenska þjóð, enda er augljóst að heimi nútímaviðskipta þá mundi ekki neitt vilja eiga við okkur viðskipti vegna vantrausts á því hvort að íslendingar mundu borga reikningana sína yfir höfuð. Íslendingum yrði einnig vikið úr EES, og líklega einnig EFTA í kjölfarið. Það mundi þýða algera eingangrun landsins viðskiptalega og efnahagslega. Lífsskilyrði á Íslandi mundu fara 30 til 50 ár aftur í tímann og innflutningshöft mundu koma til viðbótar gjaldeyrishöftum. Íslenskar vörur yrðu einnig illseljanlegar erlendis í kjölfarið á úrsögn úr EES og EFTA.

InDefence er ennfremur ekkert nema front fyrir framsóknarflokkinn og sjálftæðisflokkin, enda hefur InDefence ekki verið heiðarlegt við íslendinga um málstað sinn, hvorki í upphafi eða til lengri tíma. Hægt er að kynna sér það mál nánar hérna.

Þeir sem hafa sett nafn sitt á undirskriftarlista InDefence eru í raun að lýsa því yfir að íslendingar beri ekki neina ábyrgð á hruninu og þurfi því ekki að taka ábyrgð á því. Að mínu áliti er þetta viðhorf ekkert nema yfirlýsing um algert ábyrgðarleysi og siðleysi margra íslendinga.

Icesave er leiðinlegt mál, en íslendingar verða engu að síður að bera ábyrgð á því eins og öðrum málum. Það liggur ennfremur fyrir að Icesave er ekki stærsta skuldamál ríkissjóðs í dag, eins og útskýrt er á þessu hérna bloggi.

Stóryrtur Sigmundur, formaður framsóknarflokksins ætti einnig að spara stóru orðin. Hann hefur einfaldlega ekki efni á þeim.

Frétt Vísir.is um þetta mál.

Sigmundur Davíð: Forsetinn verður að synja Icesave

One Reply to “Forseti Íslands á að skrifa undir breytingar á lögum vegna ríkistryggingar á Icesave skuldbindingum”

Lokað er fyrir athugasemdir.