Óvirðing Davíðs Oddssonar

Davíð Oddsson ætlar að hætta með stæl. Enda hefur hann einfaldlega ákveðið að sleppa því að mæta í hádegisverðarboð honum til heiðurs, þar sem hann er að hætta í pólitík. Að mínu mati er þetta ekkert nema óvirðing við Forsetaembættið. Ég vona hinsvegar að það verði þjóðinni til heilla að Davíð sé að hætta, enda eru fá af hans verkum góð að mínu mati.

Frétt vísir.is

Hádegisverður blásinn af

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum í dag. Þungamiðja fundarins er brotthvarf Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra úr ríkisstjórninni og breytingar á skipan ráðherra af hálfu Sjálfstæðisflokksins samfara því.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var ætlun forsetaembættisins að bjóða ríkisstjórninni til hádegisverðar á undan ríkisráðsfundinum sem hefst klukkan tvö síðdegis. Eftir því sem næst verður komist var hætt við hádegisverðarboðið þegar ljóst var að Davíð sá sér ekki fært að mæta en gera mátti ráð fyrir að hann yrði sérstaklega heiðraður þar.

Tekið af Vísir.is