Viðmið Útlendingastofnunar eru dularfull

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld (16 Desember 2009) þá hefur Útlendingastofun tekið upp á því einhliða að breyta reglum um lámarksframfærslu útlendinga á Íslandi. Þessi breyting virðist ekki þjóna neinum tilgangi, nema að koma í veg fyrir að fleiri útlendingar geti flutt til landsins. Mér þykir einnig augljóst að Útlendingastofnun sé að brjóta allar lagagreinar og jafnréttisgrein (65. grein) Stjórnarskrá Íslands með þessum breytingum á viðmiðum sínum.

Það er ennfremur ljóst að ekki er nægjanlegt eftirlit með þeim ákvörðunum sem Útlendingastofnun tekur á Íslandi, enda virðist stofnunin vera einsett á að eins fáir útlendingar og mögulegt geti flutt til Íslands og hafið nýtt líf. Slík afstaða er auðvitað með öllu óviðunandi að mínu mati og ekki fallin til þess að auka orðspor íslendinga útávið.

Frétt Stöðvar 2.

Telja útlendinga þurfa meira til framfærslu en Íslendinga