Sanngjörn notkun mynda á internetinu

Það mætti halda að NordicPhotos hafi aldrei heyrt um sanngjarna notkun í höfundarrétti eins og þeir tala á vefnum Pressan.is. Sá málflutningur sem t.d NordicPhotos hefur uppi er ekkert nema tóm della, enda er alveg ljóst í höfundréttarlögum að fólk má nota myndir á vefsíður sínar ef það er ekki gert í hagnarskyni. Lögin er mjög skýr í þessu efni. Að mínu áliti þá nær þetta einnig til persónulegra vefsíðna fólks, þar sem fólk er að setja inn myndir og annað slíkt.

11. gr. [Heimilt er einstaklingum að gera eintök af birtu verki til einkanota eingöngu, enda sé það ekki gert í fjárhagslegum tilgangi. Ekki má nota slík eintök í neinu öðru skyni.]1)
[Ákvæði 1. mgr. veita ekki rétt til:
1. mannvirkjagerðar eftir verki sem verndar nýtur eftir reglum um byggingarlist,
2. eftirgerðar verka sem verndar njóta eftir reglum um höggmyndalist, nytjalist eða dráttlist ef leitað er til hennar aðstoðar annarra manna,
3. eftirgerðar verndaðra tónverka og bókmenntaverka sé leitað til hennar aðstoðar aðila sem taka slíka eftirgerð að sér í atvinnuskyni,
4. eftirgerðar verndaðra tölvuforrita],2)
[5. eftirgerðar véllæsilegra eintaka gagnagrunns.]3)
[Höfundar verka, sem útvarpað hefur verið eða gefin hafa verið út á hljóðriti eða myndriti, eiga rétt á sérstöku endurgjaldi vegna upptöku verka þeirra til einkanota á bönd, diska, plötur eða aðra þá hluti, í hvaða formi sem er, sem taka má upp á hljóð og/eða myndir með hliðrænum eða stafrænum hætti. Enn fremur skal greiða endurgjald af tækjum sem einkum eru ætluð til slíkrar upptöku. Gjöld þessi skulu greidd hvort sem um innlenda eða innflutta framleiðslu er að ræða og hvílir skylda til að svara gjöldunum á innflytjendum og framleiðendum.
Gjöld skv. 3. mgr. skulu nema:
1. Af tækjum skal endurgjaldið vera 4% af innflutningsverði eða framleiðsluverði ef um innlenda framleiðslu er að ræða.
2. Af böndum, diskum, plötum eða öðrum hlutum til upptöku hljóðs eingöngu skal gjaldið nema 35 kr.
3. Af böndum, diskum, plötum eða öðrum hlutum til upptöku mynda, eftir atvikum ásamt hljóði, skal gjaldið nema 100 kr.
4. Gjöld skv. 2. og 3. tölul. eru miðuð við að lengd flutningstíma sé allt að 180 mínútur fyrir hluti til hljóðupptöku og allt að 240 mínútur fyrir hluti til myndupptöku. Sé flutningstími lengri hækkar gjaldið hlutfallslega sem því nemur.
Menntamálaráðherra setur nánari reglur4) um gjöld skv. 3. og 4. mgr., þar á meðal af hvaða hlutum og tækjum gjöldin skuli greidd. Lækka má fjárhæðir, sem greindar eru í 4. mgr., af böndum, diskum, plötum eða öðrum hlutum ef ætla má að einungis hluti þeirra sé ætlaður til upptöku skv. 3. mgr.
Samtök höfundaréttarfélaga, þar með talin félög listflytjenda og framleiðenda, sjá um innheimtu á gjöldum skv. 3. mgr. og ráðstafa þeim. Samtökunum er heimilt að fela tollyfirvöldum innheimtu á gjöldum þeim sem innflytjendur skulu standa skil á. Samtökunum skulu settar samþykktir5) í samvinnu við menntamálaráðuneytið og eru þær háðar staðfestingu þess. Í samþykktunum skal meðal annars ákveða skiptingu tekna með aðildarfélögum og þar má einnig mæla fyrir um framlög til styrktar útgáfu hljóð- og myndrita.]3)
1)L. 9/2006, 2. gr. 2)L. 57/1992, 3. gr. 3)L. 60/2000, 2. gr. 4)Rg. 125/2001, sbr. 186/2001 og 227/2001. 5)Samþ. 333/1996 og rg. 141/1985.

Lög um höfundarétt

Ég vona að sá næsti sem fær reikning frá NordicPhotos eða einhverjum álíka aðili byrji á því að fara í mál við viðkomandi aðilda. Þar sem það er alveg eins víst að NordicPhotos sé að brjóta á þeim, en ekki öfugt eins og þessir menn vilja halda fram í fjölmiðlum. Staðreyndin er orðin sú að höfundaréttarhafar eru búnir að stunda gengdarlausa misnotkun á höfundarréttarlögum síðustu áratugina, og stjórnvöld virðast ekki gera neitt til þess að stoppa þessa lagamisnotkun. Ef eitthvað er, þá þrengja stjórnvöld bara lögum að kröfu þessara höfundaréttarsamtaka (sem borga umræddum stjórnmálaflokkum milljónir í kosningasjóði þeirra báðum megin atlantshafsins), sem hafa ekki hikað við að eyða milljónum í lygaherferðir um meint fjárlagslegt tap þeirra vegna „höfundarréttarbrota“ á internetinu.

Frétt Pressunar.

Hart sótt fram gegn myndaþjófum: Reikningar upp á hundruð þúsunda króna