Ísland er réttarríki og reglur réttarríkisins ber að virða

Á eyjunni er núna að finna frétt sem er til skammar fyrir Eyjunna. Enda er það beinlíns verið að fara fram á það að ríkisstjórn Íslands vanvirði reglur réttarríkisins, og reynd þá gerir þessi frétt ekkert annað en að ala á múgæsingu og heimsku almennings.

Svona fréttaflutningur er til háborinnar skammar og á ekkert skylt við raunveruleikan.

Það er alveg ljóst að ríkisstjórn Íslands er hvorki dómsvald eða rannsóknarvald yfir svona málum hérna á landi. Það er hlutverk lögreglunar og dómsstóla að skera útúr svona málum, ekki ríkisstjórnarinnar. Almenningur verður að gera sér grein fyrir þessari staðreynd. Enda liggur það fyrir að það er í verkahring Sérstaks Saksóknara að koma í veg fyrir umsvif þessa fólks á meðan rannsókn stendur yfir á þeim. Þetta er ekki í verkahring ríkisstjórnar Íslands.

Þeir sem halda og trúa öðru fram eru bölvaðir asnar sem þurfa að hætta þessari heimskulegu múgæsingu sem viðkomandi eru að reyna að blása upp með svona heimskulegum fréttaflutningi.

Heimskulegasta frétt Eyjunnar hingað til.

Línan frá stjórnvöldum varðandi endurreisn útrásarvíkinga: Hægt að ná fram siðbót með veskinu