Á móti EFTA, EES og ESB

Það er áhugavert að skoða sögu núverandi andstæðinga ESB. Sérstaklega í ljósi þess að elsta fólkið sem er á móti ESB í dag hefur einnig verið á móti EFTA og EES á sínum tíma. Í dag er þetta fólk á móti aðild Íslands. Öll þessi mál eiga það sameiginlegt að hagsmunir íslensks almennings hafa stórbatnað við inngöngu landsins fyrst í EFTA og síðar með inngöngu í EES.

Ragnar Arnalds stendur uppúr þegar það kemur að sögulegri andstöðu við aðild Íslands að alþjóðasamtökum. Það er nefnilega staðreynd að maðurinn var á móti EFTA og EES á sínum tíma. Í dag er Ragnar Arnalds á móti inngöngu Íslands í ESB og þeim hagsbótum sem það færa íslenskum almenningi.

Hérna eru tvær gamlar blaðagreinar þar sem Ragnar Arnalds er á móti aðild Íslands að EFTA og EES.

Ragnar Arnalds á móti inngöngu Íslands í EFTA. Greinin er hérna og er frá árinu 1969.
Ragnar Arnalds á móti inngöngu Íslands í EES. Greinin er hérna og er frá árinu 1992.

Það er staðreynd að sumt fólk er á móti öllum breytingum, gildir einu hvaða breytingar þær eru og þá skiptir litlu máli þó svo að viðkomandi breytingar séu til góðs fyrir allan almenning. Það á ennfremur ekki að gera svona hugsunarhætti hátt undir höfði í umræðunni, þar sem að svona hugarfar er skaðlegt og veldur því að þjóðfélög dragast aftur úr og svona hugarfar dregur úr lífsgæðum af sömu ástæðum.

This entry was posted in ESB, ESB aðildarviðræður, Sagan, Skoðun. Bookmark the permalink.