Sigur þjóðernishyggju á Íslandi

Þjóðernishyggjan hefur sigrað á Íslandi með falli Icesave lagana. Þjóðin tók ákvörðun, og því mun þjóðin bera ábyrgð á þessari ákvöðun. Núna getur íslenska þjóðin nefnilega ekki kennt stjórnmálamönnum um þegar illa fer vegna þessa Icesave máls, og það mun fara illa hjá íslendingum vegna Icesave málsins.

Íslenska þjóðin mun þurfa að borga fyrir hroka sinn og yfirlæti með meira atvinnuleysi og fátækt á næstu mánuðum og árum. Það er nefnilega ekki gefið að hollendingar og bretar muni vilja semja við íslendinga. Sérstaklega í ljósi þess að framsóknarflokkurinn og sjálfstæðisflokkurinn vilja ekki semja um þetta mál, og munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stoppa alla samninga um Icesave. Gildir þá einu hversu hagstæðir og góðir þeir samningar verða.

Í dag er skuldatrygginarálag Íslands 450.60 punktar (Sunnudag 7 Mars 2010). Það er augljóst að á Mánudaginn mun skuldatrygginarálagið rjúka upp í hæstu hæðir, og viðskiptaleg staða Íslands versna til muna. Enginn hlutaði á þau varnarorð sem voru gefin um hvað mundi gerast ef Icesave yrði fellt í þjóðaratkvæði, og því mun íslenska þjóðin finna fyrir afleiðingum ákvarðana sinna í fyrsta skipti á Mánudaginn. Íslenska þjóðin getur hinsvegar núna ekki kennt neinum öðrum um en sjálfum sér, þar sem þetta var hennar valkostur og núna er komið að því að lifa við afleiðinganar.

Upplýsingar um skuldatryggingarálag Íslands.

CMA – Market Data