Íslendingar styðja spillinguna, glæpamennina og þjófana

Íslendingar virðast upp til hópa styðja glæpamennina, spillinguna og þjóðana ef eitthvað er að marka skoðanakönnun Fréttablaðins á fylgi stjórnmálaflokkana.

Þessi niðurstaða skoðanakönnunarinnar er auðvitað óþolandi að öllu leiti fyrir alla íslendinga sem vilja breytingar hérna á landi. Sérstaklega í ljósi þess að með sjálfstæðisflokkin við völd þá mun nákvæmlega ekkert breytast á Íslandi um aldur og æfi. Það er ennfremur ljóst með sjálfstæðisflokkin við völd þá verður ríkjandi hérna á landi spilling, óráðssíja og einkavinakerfi sem ýtir undir nýtt hrun í framtíðinni. Einnig sem að hagkerfið yrði óstöðugt vegna óstjórnar sjálfstæðisflokksins á efnahagsmálum Íslands eins og hefur verið síðustu ár.

Íslendingar tala mikið um að vilja nýtt Ísland. Staðreyndin er hinsvegar sú að flestir íslendingar kunnu vel við gamla Ísland, og alla spillinguna sem þar var að finna. Á meðan svo er, þá mun nákvæmlega ekkert breytast á Íslandi og engin vandamál munu verða leyst á meðan svoleiðs ástand ríkir.

Frétt Fréttablaðsins.

Fylgi stjórnarflokka fellur
Sjálfstæðisflokkur stærstur á ný með yfir 40% fylgi