Alþingi Íslendinga framleiðir glæpamenn

Ég óska íslendingum til hamingju með það að Alþingi Íslendinga hefur fært glæpamönnum markaðinn fyrir nektardans og vændi á innan við ári. Það eru ekki allir sem geta, og munu getað státað sig af þeirri staðreynd að búa til jafn marga glæpamenn á einu bretti og Alþingi Íslendinga.

Þegar fram líða stundir þá verða þetta metin sem ein mestu mistök Alþingis, og jafnframt sem ein hin grófasta tilraun til þess að stjórna mannlegri hegðun (náttúrulegri þ.e.a.s) með lagasetningu sem um getur. Þeir sem standa af þessu banni teljast til öfgafullra feminista (einnig hérna) hérna á landi, og talsmátinn og bullið er í samræmi við öfgafullar skoðanir þessa fólk sem núna er á Alþingi og styður þetta bann.

Ég óska öllum íslendingum til hamingju með nýjustu glæpamennina á Íslandi, og þá glæpamenn sem fylgja í kjölfarið á þessu banni.

Frétt Morgunblaðsins.

Alþingi bannar nektardans

3 Replies to “Alþingi Íslendinga framleiðir glæpamenn”

  1. Þegar þú gerir eitthvað ólöglegt sem var einu sinni löglegt, þá býrðu til glæpamenn eðli málsins samkvæmt.

  2. Það ætti frekara að banna bankastarfsemi vegna mikilla glæpatíðni þar.

Lokað er fyrir athugasemdir.