Jafnvægi í eldgosinu í Eyjafjallajökli

Á síðustu klukkutímum virðist hafa myndast jafnvægi í eldgosinu í Eyjafjallajökli. Hversu lengi það jafnvægi mun vara er erfitt að segja til um. Annars er allt saman eðlilegt og hefðbundið á gosstöðvunum og því ekki miklu að segja frá á þessari stundu.

Helst ber þó að nefna að hraunið er að fylla upp í gil nærri gosstöðvunum, og það er spurning hvort að þarna muni myndast stöðuvötn eða ekki ef lækir eða ár stíflast vegna hraunrenslins frá gosstöðvunum í Eyjafjallajökli.

Ég mæli síðan með því að fólk skoði vefmyndavél Mílu til þess að sjá eldgosið.

Vefmyndavél Mílu – Þórsfelli
Vefmyndavél Míu – Hvolsvelli