Ritskoðaður af Eyjunni

Ég hér með geri það opinbert að ég er ritskoðaður af vefmiðlinum Eyjunni. Allar athugasemdir sem ég set inn hverfa og sjást ekki meira, gildir þá einu við hvaða grein ég set þær. Á vefmiðlinum Eyjunni hef ég þurft að sæta gífurlegum meiðyrðum af hendi notenda vefjarsins, sem á sinn athyglisverða hátt fá ennþá sínar athugasemdir birtar án vandamála eftir því sem ég kemst næst.

Aðeins einum tölvupósti um þetta mál hefur verið svarað af hálfu stjórnenda Eyjunnar, þar sem öllu fögru var lofað, en ekki var staðið við þau loforð um að þetta mundi ekki gerast aftur. Sökinni fyrir þessu hvarfi athugasemdanna hjá mér var skellt á spam vörn Eyjunnar, sem er þó gædd þeim eiginleika að læra hvað er spam og hvað eru raunverulegar athugsemdir eftir að viðkomandi athugasemd hefur verið samþykkt af stjórnanda. Þannig að sú útskýring sem ég fékk um að þetta væri spam vörninni að kenna gengur ekki upp tæknilega séð.

Það er afskaplega undarlegt að ef þeir sem stunda rotin meiðyrði um einstaklinga fá að komast upp með slíkt óáreittir, en þeir sem benda á slíkt og kvarta til stjórnenda vefjarns skuli vera ritskoðaðir eins og raunin virðist vera á Eyjunni.

Forgangsröðun Eyjunnar bendir til þess að þeir sem standa að baki vefnum vilji ekki að óþægilegur sannleikurinn komi uppi á yfirborðið, gildir þá einu hver sá sannleikur er og hvaðan hann kemur og um hvað hann fjallar.

Núna er spurnigin þessi. Verður þú ritskoðaður á Eyjunni ?

4 Replies to “Ritskoðaður af Eyjunni”

  1. Það skipti engu þó svo að ég setti athugasemd við slúðurfréttir eða einhverjar aðrar fréttir. Þær athugasemdir hurfu allar.

    Það vill svo til að Eyjan er að nota wordpress kerfi, og þar er einfalt að sjá hvaða athugasemdir eru í geymslu vegna hugsanlegs spam, og hvað fer beint í spam möppuna. Það sem meira er að spam vörnin lærir á þetta og veit því hvað er spam og hvað ekki með tímanum.

    Þær afskanir sem ég fékk frá Eyjunni standast því ekki út frá tæknilegum sjónarmiðum.

  2. Sveinn, það er lítið um gagnrýni í minn garð. Meira um svívirðingar og áskanir um landráð.

    Ég fór fram á að það yrði stoppað, og þetta virðast vera viðbröðin. Ég tek þögn stjórnenda Eyjunnar sem samþykki því að þetta sé rétt hjá mér.

Lokað er fyrir athugasemdir.