Innanlandsreiki á 3G kerfi Símans í sveitum landsins

Undanfarna mánuði hefur Síminn verið að byggja upp 3G farsímakerfi á Íslandi. Uppbygging 3G kerfisins hefur ekki eingöngu verið bundin við þéttbýli eins og hinna farsímafyrirtækjaana (Vodafone, Nova). Ástæðan fyrir því er mjög einföld. Síminn gerði samingin við Fjarskiptasjóð um uppbyggingu á umræddu 3G farsímaneti sem hluti af háhraðaverkefni íslenska ríkisins um uppbyggingu á háhraðasambandi þar sem ekki eru markaðslegar forsendur fyrir slíkri uppbyggingu af hendi markaðsaðila hérna á landi.

Það sem hefur þó gerst og er mjög alvarlegt er sú staðreynd að á þeim svæðum þar sem Síminn er að byggja upp háraðasambönd hefur hann algera einokunarstöðu. Þar sem það virðist vera raunin að Símanum er ekki gert skylt að bjóða reikisamninga, eða hleypa samkeppnisaðilum inná þessi sambönd. Í reynd hefur Síminn 6 mánaða einokunartímabil á umræddum svæðum þar sem hann byggir upp háhraðasambönd.

Í sumum tilfellum er verið að ræða um ADSL sambönd, eða WiMax sambönd. Hinsvegar er í langflestum tilfellum verið að ræða um hefðbundið 3G samband á annaðhvort 2100Mhz eða 900Mhz. Þar sem 3G samband er til staðar þá virka 3G farsímar eins og annarstaðar, nema þegar fólk er hjá öðru farsímafyrirtæki hérna á Íslandi. Þar sem Síminn hleypir ekki áskrifendum annara farsímafyrirtækja inná umrædd 3G sambönd vegna þess að hann er ekki krafin um slíkt. Þetta er auðvitað ekkert annað en einokun og veldur því einnig að nýtni á þessum 3G sendum verður verri en annars hefði verið.

Það þarf að laga þetta nú þegar að mínu mati, og koma í veg fyrir einokun Símans útí sveitum landsins þar sem 3G sambönd eru eingöngu til staðar. Það er nefnilega þannig að á mörgum þessara staða er ekkert GSM samband til staðar. Hvorki frá Símanum eða Vodafone, eða þá að sambandið er mjög slæmt og varla nothæft svo vel sé.

Hérna er kort af GSM/3G sambandi Símans eins og það er núna í dag.