Sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn búnir að vera á Íslandi

Miðað við efnisinnihald og það sem kemur fram í Rannsóknarskýrslunni þá er augljóst að sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn eru búnir að vera sem stjórnmálaafl á Íslandi. Það er ennfremur ljóst að Davíð Oddsson á ekki afturkvæmt í íslenska umræðu, eða aðrir stjórnmálamenn sem skýrslan fjallar um. Gildir þá einu í hvaða stjórnmálaflokki viðkomandi aðili er í.