Hlægilegur fréttaflutningur Morgunblaðsins um ESB

Fréttflutningur Morgunblaðsins af Evrópusambandinu, Evrunni og Grikklandi er hlægilegur. Sérstaklega í ljósi þess að þessar fréttir eru ekkert annað en hreinræktaðir slúðurdálkar og fréttflutningur sem er í stíl við fréttaflutning breska götublaðsins Daily Express um málefni ESB og það sem þar á sér stað. Það er ennfremur óhugsandi að Grikkland yfirgefi evrusamstarfið, þar sem slíkt mundi jafngilda úrsögn úr ESB með öllu sem því fylgdi, og það er ekki á dagskránni. Hvorki hjá grísku þjóðinni, eða grískum stjórnmálamönnum.

Svona fréttflutningur Morgunblaðsins eins og sá sem hérna er upphafður er til skammar, en kemur hinsvegar ekkert á óvart miðað við þá menn sem eru þar ritstjórnar þessa dagana. Síðan eru það auðvitað þeir íslendingar sem taka undir þessa þvælu, enda hlakkar í þessu fólki sem vill sjá evruna og ESB hverfa á yfirborði jarðar vegna haturs þess á samvinnu þjóðanna á þessum grundvelli. Þetta fólk er einnig til skammar, enda tekur það málstað þeirra sem vilja deila og drottna yfir þjóðum heimsins með siðlausu valdi sínu. Þá lexíu hefur evrópa nú þegar lært í gegnum tvær styrjaldir. Íslendingar hafa ekki ennþá lært þessa lexíu, eingöngu vegna þess að sá maður sem deildi og drottnaði hérna á landi er núna ritstjóri Morgunblaðsins hérna á landi, og er með sína undirmenn sem verja hann með kjafti og klóm þegar eitthvað bjátar á.

Það sem mun gerast á næstunni er að stutt verður við Grikkland. Það er víst að ESB ríkin munu læra af þessu, og koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig í framtíðinni. Evran mun ennþá vera gjaldmiðill ESB, og ný lönd munu taka upp evruna sem gjaldmiðil þegar fram líða stundir. Væntanlega mun Eistland taka upp evruna þann 1. Janúar 2011 ef allt gengur upp hjá þeim.

Fréttir af skuldamálum Grikklands.

Greece, Out of Ideas, Requests Global Aid
WSJ: Investors See More Euro Zone Pressure, Despite Greece Request
A fateful day for the eurozone (BBC blogg)
EU, IMF prepare Greek loan plan