Raunveruleikinn og Steingrímur J.

Það er alveg augljóst að Steingrímur J, þarf að komast í samband við raunveruleikann. Sérstaklega í ljósi þess að hann heldur að íslenska krónan sé betri en Evran. Hinsvegar í ljósi þessar skoðunar hjá Steingrími J, þá skora ég á hann að gera eitt nú þegar og án tafar.

Að fella nú þegar gjaldeyrishöftin úr gildi án nokkurar tafar og fara þess á leit við Seðlabanka Íslands að vextir verði lækkaðir niður í 1% (sama og á evrusvæðinu), og á sama tíma reyna að lækka verðbólguna niður í 1.5% eins og hún er á Evrusvæðinu. Hinsvegar veit ég að Steingrímur J. mun ekki gera neitt af þessu þar sem að hann veit alveg jafnvel og allir aðrir að krónan er ónýtur gjaldmiðill sem kemst ekki af án þess að vera í höftum, og almenningur blæðir fyrir þennan smánarlega gjaldmiðil með skertum kjörum, hærri vöxtum og hærri verðbólgu.

Steingrímur J, er í reynd að ljúga í þessu viðtali á Bloomberg þegar hann segir að krónan hafi bjargað íslendingum. Þetta er rangt, krónan er að sökkva íslendingum hægt en örugglega þessa dagna og hefur í reynd verið að gera það síðan 2008 og ekkert stoppar það ferli á næstunni. Þessar þjóðrómantísku hugmyndir Steingríms J, um krónuna eru ekkert nema bölvuð della sem eiga engan sinn líkan og eiga ekkert skylt við raunveruleikann hérna á Íslandi.

Steingrími J, og öðrum í Vinstri Grænum sem eru að deyja úr aðdáun á afrekum íslensku krónunnar væri og er hollast að viðurkenna hörmulegar staðreyndir um íslensku krónuna og kostnaðinn sem af henni hlýst. Svona áður en krónan sekkur íslenskum efnahag endanlega og varanlega á þeirri staðreynd að þetta er og hefur alltaf verið ónýtur gjaldmiðill.

Enda er staða íslensku króunar best lýst á því sem kemur fram á vefsíðu Seðlabanka Evrópu.

„Icelandic krona – The last rate was published on 3 Dec 2008.“

Tekið héðan.

Viðtalið við Steingrím J.

Iceland Better Off Than Greece Thanks to Krona, Sigfusson Says

Af Evrusvæðinu.

Eurozone inflation stays at 1.5 percent in April
Vefsíða Seðlabanka Evrópu