Nýtt kvikuinnskot í Eyjafjallajökli

Samkvæmt yfirförnum niðurstöðum Veðurstofu Íslands (flestir jarðskjálftanir sem urðu í kvöld) þá virðist sem að nýtt kvikuinnskot hafi átt sér stað undir Eyjafjallajökli. Flestir af þessum jarðskjálftum voru á 26 til 24 km dýpi samkvæmt yfirförnum niðurstöðum Veðurstofu Íslands og upptökin voru nærri núverandi gosrás í Eyjafjallajökli.

Í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu jókst gosórinn í Eyjafjallajökli, en engin stórvægileg breyting virðist hafa orðið á gosmekkinum síðan þessi jarðskjálftahrina átti sér stað.