Yfirbull í andstæðingum ESB á Íslandi

Andstæðingar ESB á Íslandi eru núna í miklum bullgír þessa dagana og hafa gjörsamlega yfirbullað sig í þvælunni sem kemur frá þeim varðandi ESB og evruna. Þeir sem eru hvað vitlausastir trúa því að evran og ESB séu að liðast í sundur þessa dagana.

Ekkert gæti verið fjarri raunveruleikanum. Það má vel vera að evran sé veikari núna en síðustu ár, en fólk má ekki gleyma því að veik evra styrkir útflutningin frá evrusvæðinu og eykur hagvöxt í ESB ríkjunum, og það hjálpar til við að enda kreppuna og koma hagerfunum innan Evrópu aftur almennilega af stað.

Íslendingar hinsvegar sökkva á meðan þessu stendur í Evrópu og halda að þeir hafi það gott með sína 11% verðbólgu, og 8,5% stýrivexti. Síðan má ekki gleyma himinháu matarverði hérna, og almennt háu verðlagi á Íslandi.

Fyrir þá sem vilja kynna sé gengi evrunnar gagnvart dollars þá bendi ég á vefsíðu Seðlabanka Evrópu um gengismál.