Lygafrétt í Morgunblaðinu um ESB umsókn íslendinga

Það er núna í gangi afskaplega undarleg frétt á morgunblaðsvefnum um ESB umsókn íslendinga. Í þessari frétt er lagt upp með að ESB ríkin muni hafna ESB umsókn íslands vegna þess að umsóknin er óvinsæl á Íslandi um þessar mundir í kjölfarið á Icesave málinu.

Þegar gáð er á internetinu eftir annari heimild um það sem stendur í frétt Morgunblaðsins þá kemur í ljós að ekkert er að finna í erlendum miðlum um þessa frétt. Hvorki í dag, eða síðustu daga eftir því sem ég kemst næst. Af því leiðir að líklegast er fréttin í Morgunblaðinu og á morgunblaðsvefnum ekkert annað en uppspuni frá rótum, og á sér enga stoð í raunveruleikanum.

Enda er að finna frétt á EuroActiv um stöðu umsóknar Íslands hjá ESB og þar kemur þetta fram.

Support for Iceland’s EU accession bid is broad among the bloc’s member states, despite the country’s troubled economy. On 8 March, Enlargement Commissioner Štefan Füle said the possible reimbursement of €3.9bn lost by British and Dutch savers in the Icesave bank crash was a bilateral issue and should not affect the country’s EU accession prospects (EurActiv 09/03/10)

Frétt Morgunblaðsins er því í algerri andstöðu við þessa frétt EuroActiv. Enda getur Morgunblaðið ekki neinna heimilda í þessari frétt sinni. Enda kemur það ekki á óvart, þegar svona uppspuni er settur af stað hjá Morgunblaðinu og Davíð Oddssyni sem er þar innanborðs.

Frétt EuroActiv.

Spain encourages EU hopefuls Iceland, Turkey

Frétt Morgunblaðsins.

ESB efast um umsókn