Munu íslendingar fella sjálfa sig á sínu eigin bragði

Íslendingar í dag neita að borga það sem þeim ber. Það er Icesave skuldina, og þá væntanlega aðrar skuldir sem íslendingum ber að borga í kjölfarið á efnahagshruninu. Staðreyndin er sú að íslendingar stofnuðu til þessara skulda með glannalegri hegðun sinni hérna fyrir nokkrum árum síðan, tóku ekki mark á viðvörunum og gerðu lítið úr þeim sem vöruðu við hegðun þeirra erlendis og innanlands.

Þessi undanskot og brögð íslendinga til þess að forðast að borga réttmætar skuldir munu á endanum eingöngu koma niður á einum aðila. Íslendingum.