Lygari í lygafrétt á mbl.is

UKIP og lygarinn Nigel Farage er núna í frétt á Morgunblaðsvefnum þar sem hann fullyrðir að íslensk lögsaga muni fyllast af erlendum skipum ef íslendingar ganga í ESB. Þetta er auðvitað ekkert nema rakin lygi hjá umræddum Evrópuþingmanni (MEP).

Enda tryggja reglur ESB það að ekkert ríki getur veitt í íslenskri lögsögu. Þar er þá átt við staðbundafiskistofna. Í dag veiða erlend fiskiskip í íslenskri lögsögu þegar um er að ræða sameiginlega fiskistofna, sem koma og fara úr íslenskri lögsögu.

Hérna eru nokkur blogg um UKIP og Nigel Farage. Ég tek fram að þetta eru blogg sem ég er að vísa í, og því eru skoðaninar sem koma þar fram eign þeirra sem skrifa bloggin.

Hérna er eitt blogg um UKIP og lygar þeirra. (2010)
UKIP – Liars and racists (2009)
A letter to UKIP (2009)

Frétt Morgunblaðsins.


Segir ESB vilja íslensk mið en ekki skuldir

7 Replies to “Lygari í lygafrétt á mbl.is”

  1. Þeir fá að veiða makríl, sem er út um alt.
    hringinn utan um Ísland, svo eru að koma fleiri
    tegundir eins og td. stóri bramafiskur

  2. Það er samið um deilistofna í dag. Ef Ísland gengur, þá fá íslendingar kvóta úr þeim sameiginlega kvóta. Þar er samið á grundvelli Ráðherraráðs ESB, en ekki á sérstökum fundum eins og er gert í dag.

  3. Hvernig er það hægt að taka mark á því sem ESB segir um fiskveiði þegar sambandið vill ekki einu sinni nytja hvalastofnana?
    Andstaða þess í því máli málar þá mynd af sambandinu að það stjórnist af tilfinningum og pólitískri rétthugsun frekar en vísindum og rökhugsun

  4. Það selst ekkert að hvali, og enginn hefur áhuga á því að borða þetta í dag. Fyrir utan Norðmenn og íslendinga sem gera það útaf þjóðrembingi, ekki endilega vegna þess að þeim þykir það svo gott.

    Enda selst lítið sem ekkert af þessu á Íslandi og Hvalur hf er rekin með miklu tapi í dag samkvæmt fréttum.

    Það er afskaplega bjánalegt af þér að setja svona fullyrðingu fram um mín skrif. Sérstaklega í ljósi þess að ég byggi mín skrif eingöngu á staðreyndum um ESB, ekki neinum skáldskap. Eins og er viðkvæðið hjá andstæðingum ESB á Íslandi og annarstaðar.

  5. Þú ættir að skreppa út á næsta matsölustað og panta þér væna hrefnusteik – þær eru frábærar

    Ertu nokkuð grænmetisæta eða „vegan“?
    Það gæti skýrt margt

    Ég fullyrti ekki neitt um þín skrif… viljandi

  6. Ragnar, Það selst lítið af þessu. Ég held að heildarútflutningurinn á hval fyrir árið 2009 hafi verið eitthvað um sjöþúsund krónur eða svo.

    Annars segja þessar hérna rekstrartölur um það hversu illa það gengur að selja þennan hval erlendis.

    http://www.vb.is/frett/1/60239/

Lokað er fyrir athugasemdir.